Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

118. fundur 08. febrúar 2022 kl. 13:00 - 15:18 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Kristján Friðrik Sigurðsson sat fundinn í fjarfundi
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir liðum 1-10
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir lið 11

1.Árbær ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Árbær ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Umsækjandi hefur skilað inn upplýsingum um byggingaráform. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hugnast betur byggingaráform Árbæjar en annara umsækjenda um lóðina. Þar ræður bæði fyrirhugað byggingarmagn og áætlaður byggingartími. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að Árbæ ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.

2.Trésmiðjan Rein ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201082Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Rein ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu. Erindið var áður tekið fyrir á fundi þann 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur tekið þá afstöðu að bjóða Árbæ ehf lóðina sbr. fundarlið 1.
Í ljósi fyrirliggjandi áhuga fyrir uppbyggingu minni raðhúsaíbúða hefur ráðið tekið þá ákvörðun að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í því að heimila að á lóðinni að Lyngholti 26-32 megi byggja sex íbúða raðhús í stað fjögurra íbúða húss eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um það ferli.

3.Belkod ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201083Vakta málsnúmer

Belkod ehf. óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu. Erindið var áður tekið fyrir á fundi þann 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur tekið þá afstöðu að bjóða Árbæ ehf lóðina sbr. fundarlið 1.
Í ljósi fyrirliggjandi áhuga fyrir uppbyggingu minni raðhúsaíbúða hefur ráðið tekið þá ákvörðun að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í því að heimila að á lóðinni að Lyngholti 26-32 megi byggja sex íbúða raðhús í stað fjögurra íbúða húss eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um það ferli.

4.Dimmuborgir ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201081Vakta málsnúmer

Dimmuborgir ehf. óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Fyrirtækið hefur sent hugmyndir sínar um uppbyggingu lóðarinnar, þ.m.t. frumteikningar af fyrirhugaðri byggingu. Erindið var áður tekið fyrir á fundi þann 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur tekið þá afstöðu að bjóða Árbæ ehf lóðina sbr. fundarlið 1.
Í ljósi fyrirliggjandi áhuga fyrir uppbyggingu minni raðhúsaíbúða hefur ráðið tekið þá ákvörðun að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem fælist í því að heimila að á lóðinni að Lyngholti 26-32 megi byggja sex íbúða raðhús í stað fjögurra íbúða húss eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Byggingarfulltrúa er falið að upplýsa umsækjanda um það ferli.

5.Dettifoss göngupallar 5.áfangi

Málsnúmer 202202017Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður kynnir áform um áframhald vinnu við göngupalla við Dettifoss. Meðfylgjandi erindi er hönnunargögn, þ.m.t. afstöðumynd af framkvæmdinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og fagnar framgangi verksins.

6.Umsókn um lóð fyrir iðnaðarhúsnæði að Höfða 16

Málsnúmer 202202037Vakta málsnúmer

Snorri Sturluson óskar efitr að fá lóðinni að Höfða 16 úthlutað til uppbyggingar stálgrindarhúss sem skipt væri upp í iðnaðarbil.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Snorra Sturlusyni verði úthlutað lóðinni.

7.Ósk um afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til afnotabreytinga að Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Verbúðir ehf óska eftir afstöðu ráðsins til breytinga á notkun Hafnarstéttar 17. Verbúðir ehf gerðu tilboð í húsið með fyrirvara um að heimilt yrði að breyta því eða hluta þess í íbúðir og hefur því tilboði verið tekið af hálfu Norðurþings. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti ákvæði aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í að húsinu verði að hluta breytt í íbúðir. Miðhafnarsvæði Húsavíkurhafnar hefur á undanförnum áratugum færst frá því að vera hafnarsvæði í að verða þjónustusvæði og endurspeglast það í gildandi aðalskipulagi. Hlutverk verbúðarhússins hefur verið að breytast á sama tímabili og getur varla lengur talist heppilegt að þar verði fyrst og fremst gerð ráð fyrir samskonar starfsemi og húsið var byggt fyrir. Í nýsamþykktu deiliskipulagi var nokkuð horft til möguleika á því að nýta húsið af þjónustusvæði ofan bakka, m.a. með því að opna á litla byggingu ofan á núverandi þak. Það opnar möguleika á því að innrétta vel aðgengilegar íbúðir í húsinu.

Undirritaðir óska bókað:
Aðalskipulag Norðurþings gerir ekki ráð fyrir íbúðum á þessu svæði enda ætlað hafnsækinni starfsemi og verslunar- og þjónustusvæði, s.s ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Um leið er það fagnaðarefni að einstaklingar og/eða fyrirtæki sýni byggingunni áhuga. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Engin bílastæði tilheyra byggingunni og þak hennar í eigu sveitarfélagsins. Því greiða undirritaðir gegn þeirri tillögu sem liggur fyrir fundinum að heimila íbúðir í byggingunni.
Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi

8.Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 13. september s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá Rótarýklúbb Húsavíkur þar sem óskað er eftir landspildu sunnan Kaldbakstjarna til gerðar útivistarsvæðis. Þá var framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera drög að samningi um afnot svæðis. Nú liggur fyrir tillaga að hnitsettu 7,8 ha svæði og drög að afnotasamningi til umfjöllunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að endurskoða samningsdrög og leggja fyrir ráðið að nýju.

9.Ósk um umsögn vegna sameiningu lóða á landfyllingum

Málsnúmer 202202042Vakta málsnúmer

Í ljósi bókunar í byggðaráði á fundi 13. janúar s.l. óskar Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um mögulega sameiningu lóða á suðurhafnarfyllingu eða norðurhafnarfyllingu Húsavíkurhafnar til uppbyggingar aðstöðu Íslandsþara ehf. Ef af verður mun Íslandsþari þurfa um 10.000 m² lóð undir sína starfsemi. Mögulegt er að útbúa nægilega stórar lóðir á báðum þessum landfyllingum með deiliskipulagsbreytingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að sameina lóðir á suðurhafnarfyllingu til uppbyggingar stórþaravinnslu Íslandsþara. Þessi landfylling telst nú tilbúin til uppbyggingar. Ráðið telur að suðurhafnarfylling henti undir þessa uppbyggingu vegna nálægðar við sambærilega starfsemi og aðgengis að yfirheitu vatni og fráveitulögnum. Á hinn bóginn myndi 10.000 m² lóð á norðurhafnarfyllingunni skerða athafnasvæði sem mikilvægt er frekari uppbyggingu á Bakka.

10.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Á 117 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var ákveðið að senda málið til kynningar í fjölskylduráði og halda áfram með umfjöllun um málið á næsta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar öllum tilboðum sem bárust í verkið, þar sem verð var talsvert hærra annarsvegar en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og hins vegar að tæknilegar kröfur eru ekki uppfylltar.

Skipulags- og framkvæmdaráð fer þess á leit við fjölskylduráð að það taki aftur upp vinnu við mótun framtíðarlausnar á frístundarhúsnæði.

11.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Til umræðu eru framtíðaráform um húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmdar- og þjónustufulltrúa að gera heildstætt kostnaðarmat vegna viðhalds hússins. Rekstur og framtíðaráform Skjálftasetursins á Kópaskeri er vísað til Byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:18.