Fara í efni

Ósk um umsögn vegna sameiningu lóða á landfyllingum

Málsnúmer 202202042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022

Í ljósi bókunar í byggðaráði á fundi 13. janúar s.l. óskar Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um mögulega sameiningu lóða á suðurhafnarfyllingu eða norðurhafnarfyllingu Húsavíkurhafnar til uppbyggingar aðstöðu Íslandsþara ehf. Ef af verður mun Íslandsþari þurfa um 10.000 m² lóð undir sína starfsemi. Mögulegt er að útbúa nægilega stórar lóðir á báðum þessum landfyllingum með deiliskipulagsbreytingum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að sameina lóðir á suðurhafnarfyllingu til uppbyggingar stórþaravinnslu Íslandsþara. Þessi landfylling telst nú tilbúin til uppbyggingar. Ráðið telur að suðurhafnarfylling henti undir þessa uppbyggingu vegna nálægðar við sambærilega starfsemi og aðgengis að yfirheitu vatni og fráveitulögnum. Á hinn bóginn myndi 10.000 m² lóð á norðurhafnarfyllingunni skerða athafnasvæði sem mikilvægt er frekari uppbyggingu á Bakka.