Fara í efni

Árbær ehf sækir um lóð að Lyngholti 42-52

Málsnúmer 202201080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022

Árbær ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Umsækjandi hefur skilað inn upplýsingum um byggingaráform.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu fram á næsta fund ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022

Árbær ehf óskar eftir byggingarlóðinni að Lyngholti 42-52 til uppbyggingar raðhúss. Umsækjandi hefur skilað inn upplýsingum um byggingaráform. Erindið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 1. febrúar en þá var afgreiðslu frestað.
Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hugnast betur byggingaráform Árbæjar en annara umsækjenda um lóðina. Þar ræður bæði fyrirhugað byggingarmagn og áætlaður byggingartími. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að Árbæ ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.

Sveitarstjórn Norðurþings - 120. fundur - 15.02.2022

Á 118. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Kristinn Jóhann Lund vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð hugnast betur byggingaráform Árbæjar en annara umsækjenda um lóðina. Þar ræður bæði fyrirhugað byggingarmagn og áætlaður byggingartími. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að Árbæ ehf. verði úthlutað lóðinni að Lyngholti 42-52.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.