Fara í efni

Ósk um afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til afnotabreytinga að Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202202038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022

Verbúðir ehf óska eftir afstöðu ráðsins til breytinga á notkun Hafnarstéttar 17. Verbúðir ehf gerðu tilboð í húsið með fyrirvara um að heimilt yrði að breyta því eða hluta þess í íbúðir og hefur því tilboði verið tekið af hálfu Norðurþings. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti ákvæði aðalskipulags og deiliskipulags svæðisins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í að húsinu verði að hluta breytt í íbúðir. Miðhafnarsvæði Húsavíkurhafnar hefur á undanförnum áratugum færst frá því að vera hafnarsvæði í að verða þjónustusvæði og endurspeglast það í gildandi aðalskipulagi. Hlutverk verbúðarhússins hefur verið að breytast á sama tímabili og getur varla lengur talist heppilegt að þar verði fyrst og fremst gerð ráð fyrir samskonar starfsemi og húsið var byggt fyrir. Í nýsamþykktu deiliskipulagi var nokkuð horft til möguleika á því að nýta húsið af þjónustusvæði ofan bakka, m.a. með því að opna á litla byggingu ofan á núverandi þak. Það opnar möguleika á því að innrétta vel aðgengilegar íbúðir í húsinu.

Undirritaðir óska bókað:
Aðalskipulag Norðurþings gerir ekki ráð fyrir íbúðum á þessu svæði enda ætlað hafnsækinni starfsemi og verslunar- og þjónustusvæði, s.s ferðaþjónusta og sjávarútvegur. Um leið er það fagnaðarefni að einstaklingar og/eða fyrirtæki sýni byggingunni áhuga. Það eru mikil tækifæri í uppbyggingu á svæðinu. Engin bílastæði tilheyra byggingunni og þak hennar í eigu sveitarfélagsins. Því greiða undirritaðir gegn þeirri tillögu sem liggur fyrir fundinum að heimila íbúðir í byggingunni.
Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Á fundinn kom Friðrik Sigurðsson til að kynna afnotabreytingar að Hafnarstétt 17. Kynntar voru teikningar þar sem gert er ráð fyrir 11 smáíbúðum í húsinu. Gert er ráð fyrir umtalsverðri jarðvinnu á svæðinu til að bæta aðgengi að íbúðum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Friðriki Sigurðssyni fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram með forsvarsmönnum Hafnarstéttar 17.