Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

105. fundur 14. september 2021 kl. 13:00 - 17:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Benóný Valur Jakobsson formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 13.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 10-14.

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101143Vakta málsnúmer

436. fundargerð hafnasambandsins
Lagt fram til kynningar.

2.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá: 1) Minjastofnun (bréf dags. 17. ágúst), 2) Vegagerðinni (bréf dags. 9. september) og 3)Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 10. september). Minjastofnun og Heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna en Vegagerðin bendir á að færa skuli veghelgunarsvæði þjóðvega inn á skipulagsuppdrátt.
Skipulags og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta færa veghelgunarsvæði inn á deiliskipulagsuppdráttinn. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.

3.Breyting deiliskipulags Miðhafnarsvæðis Húsavíkur

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá: 1) Minjastofnun (bréf dags. 17. ágúst), 2) Vegagerðinni (bréf dags. 9. september), 3) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 10. september), 4) Björgunarsveitinni Garðari (bréf dags. 8. september) og 5) Magna Lögmönnum f.h. Gentle Giants Hvalaferða (bréf dags. 9. september). Minjastofnun og Heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
2. Vegagerðin fer fram á að veghelgunarsvæði verði færð inn á deiliskipulagsuppdrátt.
Viðbrögð: Veghelgunarsvæði, 30 m frá miðlínu þjóðvega, verður fært inn á deiliskipulagsuppdrátt.
4.1. Björgunarsveitin Garðar gerir alvarlega athugasemd við lokun á umferðarleið milli Hafnarstéttar 1 og 3 nema til komi verulega veglegri opnun fyrir umferð milli Hafnarstéttar 3 og 5 en sýnd er á skipulagstillögu.
Viðbrögð: Meginaðkoma að lóð Hafnarstéttar 7 er um götu sem liggur milli Hafnarstéttar 5 og 9 og ganga má út frá að kvöð um akstur um lóðirnar að Hafnarstétt 1 og 3 í gildandi deiliskipulagi hafi fyrst og fremst þann tilgang að tryggja umferð að bílastæðum innan þeirra lóða. Breytt skipulag gengur út frá að bílastæði innan þeirra lóða verði alfarið norðan Hafnarstéttar 1 og lóðarhöfum því ekki þörf á umferðarleið sunnan Hafnarstéttar 1. Fyrirliggjandi skipulagstillaga gengur út frá að opnað verði á 4 m breiða neyðaraksturleið milli Hafnarstéttar 3 og 5 til að koma til móts við þarfir lóðarhafa að Hafnarstétt 7. Sú breidd ætti að duga a.m.k. flestum ökutækjum. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki sé tilefni til að breyta deiliskipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.
4.2. Abending er um að misritað er í greinargerð "tæknigeymsla" sem á að vera "tækjageymsla".
Viðbrögð: Verður lagfært í greinargerð.
4.3. Bent er á að stigi norðan húss er rangt teiknaður.
Viðbrögð: Verður lagfært á uppdrætti.
4.4. Farið er fram á að nýtingarhlutfall verði aukið í 1,8 fyrir lóðina að Hafnarstétt 7 svo heimilt verði að byggja milliloft yfir þriðju hæð til samræmis við samþykktar teikningar frá 1987.
Viðbrögð: Fallist er á hækkun nýtingarhlutfalls.
4.5. Bent er á að 5 m löng bílastæði eru of stutt fyrir þá umferð sem á Hafnarstéttinni er. Réttara væri að teikna bílastæði a.m.k. 7 m löng.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að heppilegt sé að bílastæði á Hafnarstétt séu lengri en 5 m. Flest bílastæðin verða nokkru lengri en 5 m eins og fram kemur á skipulagsuppdrætti, þó þannig hátti til að erfitt sé að hafa öll bílastæðin lengri vegna takmarkaðs pláss. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
5. Gentle Giants mótmælir áformum um breytta notkun og/eða ásýnd göngustígar milli Hafnarstéttar 3 og 5. Í því felist augljós slysahætta að nýta hann sem neyðarakveg. M.a. muni sú notkun skapa hættu viðskiptavinum fyrirtækisins. Einnig er lýst yfir áhyggjum af því að almenn ökutæki muni nýta þessa umferðarleið. Lögð er fram tillaga um að tenging milli Hafnarstéttar 1 og 3 verði um tengigang á annari hæð sem hindri ekki umferð um núverandi sund milli húsa og að ný notarými verði byggð upp norðan Hafnarstéttar 1 í stað uppbyggingar á lóð Hafnarstéttar 3.
Viðbrögð: Ráðið tekur undir með að sérstakrar varkárni er þörf ef hleypa á tímabundinni bílaumferð á göngustíg, sérstaklega í ljósi þess að um miðhafnarsvæði Húsavíkur fer mikill fjöldi fótgangandi. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að koma vegi að mestu í veg fyrir hættu gagnvart gangandi vegfarendum sé notkun stígsins til bílaumferðar eingöngu á neyðarstundum. Tryggja verður að notkun til aksturs verði eingöngu þegar þörfin kallar, t.a.m. með læsanlegum hindrunum. Ráðið samþykkir að ákvæði verði í greinargerð sem skilgreini skorður á umferð bíla um stíginn þannig að hann verði ekki nýttur fyrir almenna umferð. Ráðið telur að unnt sé að halda ásýnd göngustígs milli Hafnarstéttar 3 og 5 aðlaðandi,þrátt fyrir að þeim möguleika verði haldið opnum að neyðarumferð geti farið um hann. Ráðið telur uppbyggingu notarýma á margan hátt heppilegri sunnan Hafnarstéttar 1 en norðan byggingarinnar. Þar kemur m.a. til nálægð við þjóðveg um Naustagil. Ráðið fellst því ekki á miðlunartillögu í athugasemdinni.

Eysteinn leggur til að núverandi sjósetningarampur verði teiknaður inná skipulagstillöguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Eysteins.

Undirritaður leggur til að hugmynd að 3. hæð, 48 m² að grunnfleti og 3,5 m að hæð, sem á að heimila ofan á Verbúðir á hluta byggingarinnar verði tekin út.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

Tillaga Hjálmars er felld með atkvæðun Kristins, Benónýs og Guðmundar.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem bókaðar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins. Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi leggjast gegn samþykkt skipulagstillögunnar á þessu stigi enda ekki komið til móts við lóðarhafa á svæðinu.

4.Deiliskipulag á Höfða

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík sem unnin er hjá Mannviti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

5.Lóð undir spennistöð Rarik við Mararbraut 25

Málsnúmer 202109029Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf Gríms ehf. dags. 2. september s.l. Þar kemur fram ósk um að gert verði ráð fyrir að spennistöð fyrir svæðið verði staðsett við Mararbraut, norðvestan við verkstæði Gríms.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn um lóð að Útgarði 2

Málsnúmer 202108057Vakta málsnúmer

Naustalækur ehf. óskar eftir lóðinni að Útgarði 2 til uppbyggingar fjölbýlishúss til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Naustalæk verði úthlutað lóðinni.

7.Ósk um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundarhús að Gilsbakka-Gilhaga lóð

Málsnúmer 202108069Vakta málsnúmer

Eigendur Laufeyjarlundar í landi Gilsbakka/Gilhaga í Öxarfirði óska eftir heimild til að byggja við og endurbæta frístundahúsið sem stendur á lóðinni. Fyrir liggur teikning af húsinu unnin af Svavari M. Sigurjónssyni. Viðbygging felur í sér lengingu hússins í sama sniði. Húsið er timburhús og klætt að utan með rásuðum krossvið. Eftir stækkun verður húsið 56,1 m² að grunnfleti en er nú skráð 38,1 m². Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna að Kinn í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingunni þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hefur borist.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu að Höfða 10

Málsnúmer 202109057Vakta málsnúmer

Óskað er heimildar til að byggja upp tvö hús að Höfða 10. Annarsvegar mhl. 08 sem er starfsmannaaðstaða fyrir starfsmenn í núverandi bragga (mhl 04) og hinsvegar mhl. 09 sem yrði gistiskáli fyrir starfsmenn. Matshluti 08 er 45 m² að grunnfleti og matshluti 09 er 81 m². Bæði húsin eru byggð úr Terra einingum, veggir úr timbri, klæddir með stálklæðningu að utan. Hönnuður húsanna er Knútur Jónasson hjá Faglausn. Fyrir liggur umsögn eldvarnareftirlits sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu matshluta 08, en leggst gegn uppbyggingu gistiskála á athafnasvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir byggingu starfsmannaaðstöðu (mhl. 08)og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Ráðið samþykkir ekki gistiskála (mhl. 09) á athafnasvæði meðal annars með vísan til umsagnar eldvarnaeftirlits.

9.Breytingar á samkomulagi Norðurþings og Skjálftafélagsins um rekstur Skjálftasetursins á Kópaskeri

Málsnúmer 202103147Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir ráðinu liggur vinnuskjal sveitarstjóra um framtíðar rekstur Skjálftaseturs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022.

10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar málum 2, 4 og 5 til skipulags- og framkvæmdráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur fyrir fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar:
Liður 2
Röndin, gert er ráð fyrir uppbyggingu vegar frá fiskeldi að núverandi klæðningu á Röndinni.
Liður 4
Hraðhleðslustöðvar. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna möguleika á uppbyggingu hraðhleðslustöðva á Kópaskeri.
Liður 5
Rafmagnstenglar á tjaldsvæðinu á Kópaskeri. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta uppsetningu á fleiri rafmagnstenglum á tjaldstæðinu á Kópaskeri.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 - Málaflokkur 11

Málsnúmer 202109007Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun málaflokks 11. Viðaukinn er eingöngu tilfærsla milli launa og launatengdra gjalda og annars rekstrarkostnaðar og eru áhrif hans á rekstrarniðurstöðu því engin.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun málaflokks 11 sem hefur engin áhrif á rekstur og vísar honum til afgreiðslu í byggðarráði.

12.Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Óskað er eftir afstöðu ráðsins til umsóknar Norðurþings í Fasteignasjóð jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um í Fasteignasjóð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga m.a. til að bæta aðgengi að stofnunum sveitarfélagsins.

13.Erindi frá hverfisráði Raufarhafnar 8. september 2021

Málsnúmer 202109030Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá hverfisráði Raufarhafnar um tillögur að úrbótum fyrir 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og mun taka það fyrir við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

14.Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota

Málsnúmer 202109034Vakta málsnúmer

Rótarýklúbbur Húsavíkur sækir um landspildu sunnan Kaldbakstjarna til varanlegra afnota.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að samningi um afnot af svæðinu og leggja fyrir ráðið að nýju.

15.Ósk um stuðning með umsókn um styrk til Fasteignasjóðs jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202109039Vakta málsnúmer

Húsavíkursókn óskar eftir að Norðurþing sæki um í Fasteignasjóðs jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðgengismála fatlaðra við Húsavíkurkirkju.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sækja um í samráði við Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju.

16.Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík 2019-2023

Málsnúmer 201911068Vakta málsnúmer

Opnun tilboða í jarðvinnu við nýtt Hjúkrunarheimili á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

17.Húsnæði fyrir starfsstöð héraðsseturs Landgræðslunnar á Norðurlandi Eystra

Málsnúmer 202109059Vakta málsnúmer

Fyrr liggur ósk um að nýta hluta af Gamla skólanum í Lundi sem starfsstöð á vegum Landgræðslunnar.
Landgræðslan hyggst flytja starfsstöð héraðssetursins á Norðurlandi Eystra frá Húsavík austur í Kelduhverfi eða Öxarfjörð og þykir Gamli skólinn í Lundi hentugur húsakostur vegna staðsetningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur svo húsnæðið verði leigutækt.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður leggur til að Landgræðslan noti allar tekjur af veiðihlunnindum úr Skjálftavatni í uppbyggingu fyrir Landgræðsluna á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 17:20.