Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu að Höfða 10

Málsnúmer 202109057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021

Óskað er heimildar til að byggja upp tvö hús að Höfða 10. Annarsvegar mhl. 08 sem er starfsmannaaðstaða fyrir starfsmenn í núverandi bragga (mhl 04) og hinsvegar mhl. 09 sem yrði gistiskáli fyrir starfsmenn. Matshluti 08 er 45 m² að grunnfleti og matshluti 09 er 81 m². Bæði húsin eru byggð úr Terra einingum, veggir úr timbri, klæddir með stálklæðningu að utan. Hönnuður húsanna er Knútur Jónasson hjá Faglausn. Fyrir liggur umsögn eldvarnareftirlits sem gerir ekki athugasemd við uppbyggingu matshluta 08, en leggst gegn uppbyggingu gistiskála á athafnasvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir byggingu starfsmannaaðstöðu (mhl. 08)og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Ráðið samþykkir ekki gistiskála (mhl. 09) á athafnasvæði meðal annars með vísan til umsagnar eldvarnaeftirlits.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 106. fundur - 28.09.2021

Á fundi sínum þann 14. september fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um ósk Gullmola ehf um leyfi fyrir uppbyggingu tveggja lítilla húsa á Höfða 10. Annarsvegar var um að ræða matshluta 08 sem kaffiaðstöðu og hinsvegar matshluta 09 sem gistiskála. Ráðið samþykkti uppbyggingu matshluta 08 en hafnaði uppbyggingu matshluta 09 í ljósi fyrirliggjandi umsagnar eldvarnareftirlits og þess að húsið passaði illa innan lóðar. Nú liggur fyrir endurbættur uppdráttur af fyrirhuguðu húsi sem fellur betur að lóðinni. Gullmolar óska endurskoðunar á afstöðu til uppbyggingar matshluta 09. Elliði Hreinsson kynnti sjónarmið fyrirtækisins um fjarfund.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu á breyttu formi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn. Ekki er gert ráð fyrir fastri búsetu í húsinu.
Samþykkt með atkvæðum Benónýs, Eysteins, Hjálmari Boga og Nönnu Steinu.
Kristinn greiddi atkvæði á móti.