Fara í efni

Húsnæði fyrir starfsstöð héraðsseturs Landgræðslunnar á Norðurlandi Eystra

Málsnúmer 202109059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021

Fyrr liggur ósk um að nýta hluta af Gamla skólanum í Lundi sem starfsstöð á vegum Landgræðslunnar.
Landgræðslan hyggst flytja starfsstöð héraðssetursins á Norðurlandi Eystra frá Húsavík austur í Kelduhverfi eða Öxarfjörð og þykir Gamli skólinn í Lundi hentugur húsakostur vegna staðsetningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur svo húsnæðið verði leigutækt.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Undirritaður leggur til að Landgræðslan noti allar tekjur af veiðihlunnindum úr Skjálftavatni í uppbyggingu fyrir Landgræðsluna á svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 109. fundur - 19.10.2021

Fyrir ráðinu liggur skýrsla frá Eldvarnareftirliti Norðurþings ásamt frumkostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra endurbóta á Gamla skólanum í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við Landgræðsluna um húsnæðið samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati á endurbótum.

Hjálmar Bogi óskar bókað: Undirritaður þakkar Landgræðslunni kærlega fyrir svarið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 114. fundur - 30.11.2021

Fyrir ráðinu liggur erindi frá Landgræðslu Ríkisins þar sem óskað er eftir að leigja gamla skólahúsið í Lundi undir starfsemi Landgræðslunnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um málið á 109. fundi sínum 19 okóber sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við Landgræðsluna um húsnæðið samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati á endurbótum.

Hjálmar Bogi óskar bókað: Undirritaður þakkar Landgræðslunni kærlega fyrir svarið.
Skipulags- og framkvæmdaráð sér sér ekki fært að fara í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á húsnæðinu fyrir þessa starfssemi, t.d. kröfur um eldvarnir. Breytingarnar væru mjög kostnaðarsamar sem væntanlegar leigutekjur myndu ekki standa undir nema að litlum hluta.