Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

109. fundur 19. október 2021 kl. 13:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Benóný Valur Jakobsson formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 9-10.

1.Ósk um umsögn vegna viðbyggingar við Stekkjarholt 14

Málsnúmer 202110064Vakta málsnúmer

Knútur Emil Jónasson, f.h. lóðarhafa, óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um heimild til viðbyggingar til vesturs úr Stekkjarholti 14. Fyrir liggja rissmyndir sem sýna fyrirhugaða uppbyggingu sem gengur út fyrir byggingarreit skv. gildandi deiliskipulagi. Fyrir liggur skriflegt samþykki fjögurra næstu nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging falli ágætlega að þeirri byggð sem fyrir er og í ljósi samþykkis nágranna heimilar ráðið byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

2.Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga

Málsnúmer 202110067Vakta málsnúmer

Kolviður hefur undanfarin ár plantað trjám í land á Ærvíkurhöfða skv. samningi þar um við sveitarfélagið. Í ljósi þess að svo virðist sem aukin eftirspurn sé eftir kolefnisbindingu með skógrækt og þess að umsamið land á Ærvíkurhöfða verður fullplantað á komandi árum óskar Kolviður eftir formlegum viðræðum við sveitarfélagið um aukið land til skógræktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja formlegar viðræður við Kolvið og gera tillögu að mögulegu skógræktarsvæði.

3.Grunnskóli Raufarhafnar - Viðhald húsnæðis

Málsnúmer 202110014Vakta málsnúmer

Á 101. fundi fjölskylduráðs komu Hrund, skólastjóri Gunnskóla Raufarhafnar, Olga, fulltrúi starfsfólks og Ingibjörg fulltrúi foreldra. Ráðið tekur undir áhyggjur þeirra af húsnæðinu og leggur áherslu á að bregðast þurfi hratt við. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og óskar eftir dagsetningu á framkvæmdum svo hægt sé að tilkynna um úrbætur á athugasemd fjögur til Vinnueftirlitsins. Ráðið ítrekar mikilvægi þess að gerðar verði þær úrbætur sem til þarf til að mæta þeirri athugasemd sem um ræðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur sett verkið á rekstraráætlun fyrir árið 2022 og ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skila inn tímasettri áætlun til Vinnueftirlitsins.

4.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Á 375. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað. Byggðarráð óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð fari aftur yfir áætlanir sínar m.t.t. fram kominna upplýsinga.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði.

5.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202109131Vakta málsnúmer

Framkvæmda og þjónustufulltrúileggur framm gjaldskrá "Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022" sem nemur raunkostnaði þess sem gjaldið á að ná yfir.
Vakin er athygli á að bæði hundar og kettir eiga að fara í ormahreinsun einusinni á ári og er það innifalið í gjaldi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá hunda- og kattahalds og vísar til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

6.Gjaldskrá Þjónustumiðstöðva 2022

Málsnúmer 202110078Vakta málsnúmer

Framkvæmda og þjónustufulltrúi leggur til Gjaldskrá "Gjaldskrá Þjónustumiðstöðva 2022". Gjaldskráinn miðar við raun kostnað við rekstur áhalda og tækja auk kostnaðar á bakvið útselda vinnu starfsmanna.
í gjaldskrá er einnig uppfærsla á lista útseldrs tækja þjónustumiðstöðva.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá þjónustumiðstöðva og vísar til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.

7.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Á 107. fundi skipulags-og framkvæmdaráði var eftirfarandi bókað. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera verðkönnun á 270m2 einingahúsi sem myndi hýsa inngildandi frístund fyrir allt að 90 börn.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta útbúa útboðsgögn í samræmi við óskir rýnihóps og leggja fyrir ráðið.

Hjálmar Bogi óskar bókað:
Hér er umræðan á algjörum villigötum og skortir alla framtíðarsýn fyrir börnin okkar.

8.Húsnæði fyrir starfsstöð héraðsseturs Landgræðslunnar á Norðurlandi Eystra

Málsnúmer 202109059Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur skýrsla frá Eldvarnareftirliti Norðurþings ásamt frumkostnaðaráætlun vegna nauðsynlegra endurbóta á Gamla skólanum í Lundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við Landgræðsluna um húsnæðið samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðarmati á endurbótum.

Hjálmar Bogi óskar bókað: Undirritaður þakkar Landgræðslunni kærlega fyrir svarið.

9.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2022

Málsnúmer 202110099Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur gjaldskrá hafna Norðurþings 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að gjaldskrá hafna til umræðu í sveitarstjórn.

10.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022

Málsnúmer 202110100Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdasjóði liggur fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar drögum að fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022 til umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:50.