Fara í efni

Ósk um umsögn vegna viðbyggingar við Stekkjarholt 14

Málsnúmer 202110064

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 109. fundur - 19.10.2021

Knútur Emil Jónasson, f.h. lóðarhafa, óskar umsagnar skipulags- og framkvæmdaráðs um heimild til viðbyggingar til vesturs úr Stekkjarholti 14. Fyrir liggja rissmyndir sem sýna fyrirhugaða uppbyggingu sem gengur út fyrir byggingarreit skv. gildandi deiliskipulagi. Fyrir liggur skriflegt samþykki fjögurra næstu nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að fyrirhuguð bygging falli ágætlega að þeirri byggð sem fyrir er og í ljósi samþykkis nágranna heimilar ráðið byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir mannvirkinu þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.