Fara í efni

Nýir og endurnýjaðir rammasamningar Ríkiskaupa 2021

Málsnúmer 202103192

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 358. fundur - 08.04.2021

Borist hefur tölvupóstur frá Ríkiskaupum þar sem tilkynnt er um nýja og endurnýjaða rammasamninga á vegum þeirra.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um þátttöku í rammmasamningi Ríkiskaupa vegna bifreiðakaupa.
Byggðarráð hefur þegar samþykkt að vera aðili að ofangreindum rammasamningi.

Byggðarráð Norðurþings - 364. fundur - 03.06.2021

Fyrir liggur að tveir rammasamningar Ríkiskaupa renna út í júní.

Um er að ræða RK 09.04 Ósterílir vinyl,latex og nítril skoðunarhanskar (rennur út 30. júní, annaðhvort verður honum framlengt tímabundið eða látinn renna úr gildi, markaðsaðstæður eru talda vondar á þessari vöru v/almenns skorts á heimsvísu)og RK 16.05 Úrgangsþjónusta (einungis í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og Reykjanes) ekki í gildi annarsstaðar á landinu. (verður líklega framlengt tímabundið fram á haust og nýr RS gerður þá).

Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 367. fundur - 08.07.2021

Borist hefur erindi frá Ríkiskaupm vegna rammasamninga sem eru í vinnslu en þeir eru;
- Rafrænar undirskriftir
- Prentlausnir
- Bílar
- Úrgangsþjónusta
- Hýsing og rekstur
- Miðlægur búnaður - Netþjónar
- Miðlægur búnaður - Gagnageymslur
- Microsoft hugbúnaðarleyfi
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur fréttapóstur Ríkiskaupa á 4. ársfjórðungi 2021 vegna rammasamninga og frétta af opinberum innkaupamálum.
Lagt fram til kynningar.