Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

429. fundur 04. maí 2023 kl. 08:30 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1, sat fundinn Níels Guðmunsson endurskoðandi.

Áki Hauksson vék af fundi kl 09:30.

1.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2022 ásamt skýrslu endurskoðanda.

Á fund byggðarráðs kemur Níels Guðmundsson endurskoðandi frá Enor.
Byggðarráð þakkar Níelsi Guðmundssyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á ársreikningi 2022 og vísar honum til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja uppfærðar kostnaðartölur vegna nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík ásamt álitsgerð sem unnin er af KPMG um áhrif þeirrar fjárfestingar á fjárhag Norðurþings skv. 66.gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viðaukasamning og uppfæra álitsgerð KPMG miðað við uppfærðan kostnað verkefnisins. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.

Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.

3.Ósk um heimild til rannsókna á vindauðlindinni í landi Norðurþings

Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að rannsóknarsamningi milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna vindauðlindar austan við Húsavíkurfjall í landi Norðurþings, ásamt fylgiskjali með uppdrætti af umræddu landssvæði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að uppfæra drögin í samræmi við framkomnar ábendingar og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2023

Málsnúmer 202304069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði skuli vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Framlag Norðurþings til orlofsnefndar húsmæðra er 445 þ.kr vegna ársins 2023 sem er í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

5.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2023

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn verður þriðjudaginn 16. maí 2023 kl. 13:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og til vara Hjálmar Boga Hafliðason.

6.Fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 202210054Vakta málsnúmer

Vorfundur fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga verður haldinn þann 5. maí nk. Sólvangi kl. 13:00.
Lagt fram til kynningar.

7.Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til umsagnar stefnur, lög og fumvörp

Málsnúmer 202304073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar), 945. mál.
Lagt fram til kynningar.

8.Allsherjar- og menntamálanefnd Til umsagnar stefnur, lög og fumvörp 2023

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja tvö umsagnar mál frá Allsherjar- og menntamálanefnd;

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.), 922. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu, 956. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.