Fara í efni

Framlag til orlofsnefnda húsmæðra 2023

Málsnúmer 202304069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 429. fundur - 04.05.2023

Fyrir byggðarráði liggur samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði skuli vera minnst kr. 141,01 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Framlag Norðurþings til orlofsnefndar húsmæðra er 445 þ.kr vegna ársins 2023 sem er í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.