Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

113. fundur 18. maí 2021 kl. 16:15 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Ósk um lausn frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings

Málsnúmer 202105100Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings með vísan í 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 frá og með 19. maí 2021 út kjörtímabilið.
Samþykkt samhljóða.

2.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingum á sveitarstjórn og ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum S-lista í sveitarstjórn frá 19. maí 2021 út kjörtímabilið.

Aðalmaður inn í sveitarstjórn í stað Silju Jóhannesdóttur verður næsti maður á lista Benóný Valur Jakobsson. Varamanneskja hans verður Bjarni Páll Vilhjálmsson.

Byggðarráð - Aðalmaður verður Benóný Valur og Bjarni Páll Vilhjálmsson til vara.
Skipulags- og framkvæmdaráð - Aðalmaður verður Benóný Valur og Bjarni Páll til vara.
Fjölskylduráð - Aðalmaður verður Gunnar Illugi Sigurðsson og Jóna Björg Arnardóttir til vara.
Landsþing SÍS - Benóný Valur kemur inn sem aðalmaður í stað Silju.
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Benóný Valur kemur inn sem aðalmaður og Silja sem varamaður.
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) fulltrúaráð - Benóný Valur kemur inn sem aðalmaður og Silja sem varamaður.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Benóný Valur kemur inn sem aðalmaður og Silja sem varamaður.
Fulltrúi Norðurþings í stjórn Húsavíkurstofu - Benóný Valur.
Samþykkt samhljóða.

3.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2020

Málsnúmer 202103005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar ársreikningur Hafnasjóðs fyrir árið 2020.
Ársreikningur Hafnajóðs Norðurþings 2020 er samþykktur samhljóða.

4.Ársreikningur Norðurþings 2020

Málsnúmer 202103006Vakta málsnúmer

Á 112. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2020 til síðari umræðu, ásamt endurskoðunarskýrslu Enor.
Níels Guðmundsson endurskoðandi sat fundinn undir þessum lið.

Til máls tóku: Kristján Þór, Bergur og Helena.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningurinn sem hér liggur til samþykktar fyrir árið 2020 er þess eðlis að sýn okkar á hann fer eftir því hvort við horfum á glasið hálf fullt eða hálf tómt . Helstu staðreyndir rekstrar ársins 2020 liggja fyrir og samantekið má segja að áætlun samstæðunnar standist að langmestu leyti nema hvað Hafnasjóð varðar, þar sem tekjufall var meira en áætlun gerði ráð fyrir, annars vegar vegna rekstrarstöðvunar PCC BakkiSilicon hf. og hins vegar gengismunur uppgreiðslu á erlendu láni var hærri en áætlað var. Við glímdum einnig við frávik í rekstri Dvalarheimilis aldraðra Hvamms þar sem COVID-19 hafði mikil áhrif á kostnað. Leigufélag Hvamms skilar hins vegar mun betri niðurstöðu en reiknað var með vegna sölu eigna.
Rekstrargjöld hækka nokkuð milli ára en launavísitala hækkaði um 10,3% frá janúar 2020 til janúar 2021 og vísitala neysluverðs um 4,3%. Hækkun launa um 13% milli ára er því ekki langt frá vísitöluhækkuninni og spilar hækkun lífeyrisskuldbindinga þar inn enn fremur. Laun og launatengd gjöld, án lífeyrisskuldbindinga, sem hlutfall af rekstrartekjum er 59,3% á árinu 2020 og voru 59,1% á árinu 2019. Önnur rekstrargjöld hækka um 6,6%, sem er nokkuð umfram vísitölu. Þar ber að benda sérstaklega á aukinn gjaldfærðan viðhaldskostnað hjá Eignasjóði og Orkuveitu Húsavíkur.
Veltufé frá rekstri er æskilegt að sé um 10% af tekjum, og er það 9,43% í A hluta og 11,16% í samstæðunni. Tekin ný langtímalán eru langt undir áætlun í bæði A hluta og í samstæðunni og ný langtímalán að frádregnum afborgunum ársins eru aðeins um 40 milljónir í A hluta og í samstæðunni eru afborganir lána umfram ný lán tæpar 49 milljónir.
Þrátt fyrir hallarekstur A hluta á árinu 2020 og jákvæða niðurstöðu ársins 2019 þá hækkar handbært fé á árinu 2020 um 78 milljónir þótt rekstrarafkoman versni milli ára um 265 milljónir. Alls hækkar handbært fé á árinu 2020 um 209 milljónir. Því hefur vel tekist til við að tryggja lausafjárstöðu sveitarfélagsins þrátt fyrir versnandi rekstrarskilyrði.
Í A hluta hækkar veltufjárhlutfall milli ára, úr 0,99 í 1,25, ásamt eiginfjárhlutfalli, úr 16% í 17%, og skuldahlutfallið lækkar, úr 130% í 122%, skuldaviðmiðið fer úr 80% í 77%. Það er mat meirihluta sveitarstjórnar Norðurþings að reikningurinn í heild sýni góða niðurstöðu í rekstri, þrátt fyrir þá óvissu sem við blasti i upphafi árs, sem og að aðhalds hafi verið gætt í fjárfestingum á árinu 2020. Bæði tekjur og gjöld eru umfram áætlanir og þannig næst niðurstaða sem er í góðu samræmi við áætlun ársins.


Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir liggur, til staðfestingar, ársreikningur samstæðu Norðurþings fyrir árið 2020. Árið 2020, var svo vægt sé til orða tekið erfitt ár fyrir land og þjóð þar sem heimsfaraldur hafði mikil áhrif á atvinnustig og tekjuöflun. Vissulega er það svo að Covid 19 faraldurinn hefur komið misjafnlega niður á sveitarfélög landsins.
Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á um 65 m.kr. Samanburður á samþykktri áætlun og raun er sem hér segir.
Gleðilegt er að sjá að tekjur eru umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Á hinn bóginn er ljóst að grunnrekstur er orðin allt of þungur eins og bent hefur verið ítrekað á, skatttekjur duga ekki fyrir launum og er launaliðskostnaður á stöðugildi tæpar ein milljón á mánuði, eða 11, 4 milljónir á ári. Haldi þessi þróun áfram mun það leiða til frekari lántöku, hækkunar gjalda á íbúa, sem er nú ærin fyrir og minni burði til fjárfestinga. Það er vilji okkar sem sitjum í minnihluta sveitarstjórnar að ráðdeild sé höfð að leiðarljósi í rekstri og vandað sé til verka þegar fjallað er um almannafé. Allir kjörnir fulltrúar eru samábyrgir í þeim ákvörðunum sem teknar eru. Bæta þarf þjónustu við börn og ungmenni í öllu sveitarfélaginu, ljúka framkvæmdum sem sveitarfélagið ræðst í og stöðva framúrkeyrslur verkefna og málaflokka. Auknar tekjur verða ekki sóttar í vasa fjölskyldna og fyrirtækja til að fóðra rekstur sveitarfélagsins.Áætlun/ Raun/ Frávik/ %
Skatttekjur/ 2.089.952/ 2.248.365/ 158.413/ 8%
Jöfnunarsjóður/ 618.038/ 722.635/ 104.597/ 17%
Aðrar tekjur/ 2.019.336/ 2.158.435/ 139.099/ 7%
Samtals tekjur/ 4.727.326/ 5.129.435/ 402.109/ 9%

Launakostnaður/ 2.634.667/ 3.063.427/ 428.760/ 16%
Annar rekstrarkost./ 1.433.824/ 1.471.210/ 37.386/ 3%

Afkoma/ 64.193/ -116.685/ -180.878/ -282%
Fjárfestingar/ 497.000/ 273.133/ -223.867/ -45%


Ársreikningur Norðurþings er samþykktur með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Friðriks, Kristjáns Þórs og Silju.
Bergur, Bylgja og Hrund sitja hjá.


Ársreikningur Norðurþings verður birtur undirritaður á vefsíðu sveitarfélagsins.

5.Reglur Norðurþings um félagslega heimaþjónustu

Málsnúmer 202104078Vakta málsnúmer

Á 90. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um félagslega heimaþjónustu í Norðurþingi og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

6.Rarik sækir um lóð við Lund í Öxarfirði undir rofahús

Málsnúmer 202104068Vakta málsnúmer

Á 95. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rarik verði úthlutað lóð undir rofahúsið á grundvelli framlagðs uppdráttar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Landskipti milli jarðanna Austurgarðs 1 og Austurgarðs 2

Málsnúmer 202104104Vakta málsnúmer

Á 95. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Rifós hf. óskar eftir nýtingarlandi á Röndinni undir starfsemi fiskeldis

Málsnúmer 202104134Vakta málsnúmer

Á 96. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við sveitarstjórn að skilgreint verði 1.771,7 m² nýtingarsvæði fyrir borholur norðan lóðarmarka eins og sýnt er á hnitsettum uppdrætti. Heildarnýtingarsvæði verði þá lóð fiskeldisins öll auk þeirrar viðbótar. Fyrirliggjandi uppdráttur að nýtingarsvæði verði gerður að viðauka við fyrirliggjandi nýtingarsamning.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Breyting á deiliskipulagi fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202105040Vakta málsnúmer

Á 97. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

10.Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun íbúðarhúsalóðar við Steinholt í Reykjahverfi

Málsnúmer 202105061Vakta málsnúmer

Á 97. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný afmörkun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði samþykkt að lóðinni megi skipta út úr jörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

11.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Von er á því að sveitarfélögin sem standa að rekstri Dvalarheimilisins Hvamms þurfi að staðfesta uppfærða kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis. Til umræðu er hvort byggðarráði verði veitt umboð sveitarstjórnar til að staðfesta slíka áætlun, komi hún inn til sveitarfélagsins fyrir þann tíma sem áætlað er að sveitarstjórn haldi næsta fund sinn í júní.
Til máls tóku: Kristján Þór og Bergur.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita byggðarráði umboð til að staðfesta uppfærða kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, komi hún inn til sveitarfélagsins fyrir þann tíma sem áætlað er að sveitarstjórn haldi næsta fund sinn í júní.

12.Hvatning um friðun lands og vatna í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202105014Vakta málsnúmer

Á 97. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að öll fuglaveiði og eggjataka í umhverfi Kaldbakstjarna sunnan Húsavíkur verði áfram óheimil. Afmörkun friðaðs svæðis sé til samræmis við afmörkun hverfisverndarsvæðis Hv4 í gildandi aðalskipulagi. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði falið að auglýsa bannið á heimasíðu sveitarfélagsins og í Skránni. Ákvörðunin gildi þar til annað hefur verið ákveðið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

13.Kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ í Reykjahverfi

Málsnúmer 202104137Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sem var tekið fyrir á 361. fundi byggðarráðs verði tekið fyrir sem sér dagskrárliður á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hrund, Kristján Þór, Bergur, Silja og Kolbrún Ada.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu;
Með vísan til bókunar minnar í byggðarráði og ekki síst í ljósi dapurlegrar málsmeðferðar á eign íbúa sveitarfélagsins legg ég fram að sölu á Félagsheimilinu Heiðarbæ fyrir um 39 þúsund krónur á fermetra verði hafnað.

Tillaga Bergs er felld með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs, Kristjáns Friðriks og Silju.
Bergur, Bylgja og Hrund greiddu atkvæðu með tillögunni.

Kristján Þór leggur fram eftifarandi bókun;
Fyrir liggur afstaða íbúafundar í Reykjahverfi frá apríl 2018 þar sem fundargestir voru sammála um nauðsyn þess að íbúar í Reykjahverfi hefðu aðgang að sal og félagsaðstöðu í Heiðarbæ. Jafnframt að eignarhald verði óbreytt eða á höndum aðila með lögheimili í Reykjahverfi. Þegar tilboð í Heiðarbæ barst var óskað eftir afstöðu meðeigenda Norðurþings í Heiðarbæ sem og Hverfisráðs Reykjahverfis. Afstaða allra þessara aðila lá fyrir þegar byggðarráð staðfesti að taka tilboði Garðræktarfélags Reykhverfinga í Heiðarbæ. Kvenfélag Reykjahrepps samþykkti söluna á grunni yfirlýsingar Garðræktarfélags um vilja þess til að áfram halda áfram sambærilegri starfsemi og verið hefur í Heiðarbæ sem og að félagsstarf sveitunga hafi þar athvarf. Ungmennafélag Reykhverfinga samþykkti að selja Garðræktarfélagi Reykhverfinga hf. hlut sinn, enda treystir félagið Garðræktarfélaginu betur en nokkrum öðrum til að viðhalda byggingunum, tryggja og treysta áframhaldandi starfsemi í húsinu og að samfélagið hafi áfram í húsinu samkomustað sinn. Hverfisráð telur jákvætt að Garðræktarfélag Reykhverfinga eignist Heiðarbæ, viðhaldi eignum og tryggi íbúum og félagasamtökum áfram sinn samkomustað, svo vitnað sé í fundargerðir framangreindra.
Samkvæmt eignayfirlýsingu þá er Félagsheimilið Heiðarbær skráður umráðandi af lóðinni og hefur einungis afnotarétt af henni. Félagsheimilinu er óheimilt að láta bora eftir vatni á lóð sinni eða nota vatn úr leiðslu frá hitahverum Hveravalla. Þá er því óheimilt að selja, leigja eða veðsetja Heiðarbæ án samþykkis Garðræktarfélagsins. Kvöðin er því afar skýr og erfitt að sjá hvernig komast eigi hjá henni nema Garðræktarfélag Reykhverfinga hefði einfaldlega fellt hana úr gildi. Það er því ekki hægt að selja eignina neinum öðrum en Garðræktarfélagi Reykhverfinga nema með þeirra samþykki. Réttur félagsins er því sterkari en hefðbundinn forkaupsréttur því sala á eigninni er hreint og klárt óheimil án þeirra leyfis.
Í umræðum og afstöðu eigenda hefur komið fram að verðmat hússins sé talið of lágt. Rétt er að árétta annars vegar að engin sambærileg eign er til sölu í sveitarfélaginu þ.e. fasteign á eignarlóð með viðlíka kvöðum og framan hafa verið taldar. Hins vegar að verðmat er framkvæmt af löggiltum fasteignasala og tekur mið af ástandi eignarinnar.
Kjarni málsins er að þegar á reyndi og tilboð barst frá Garðræktarfélaginu, samþykktu allir eigendur hússins söluna og tóku tilboði Garðræktarfélagsins.
Birna, Helena, Kolbrún Ada, Kristján Friðrik og Silja taka undir bókun Kristjáns Þórs.

Bergur óskar þess að bókunin hans varðandi málið á 361. fundi byggðarráðs verði færð hér til bókunar;
Þar sem undirritaður hefur ekki atkvæðisrétt í byggðarráði, legg ég fram eftirfarandi bókun. Fyrir liggur tilboð í hlutadeildareign (ca 85%) sveitarfélagsins Norðurþings. Um er að ræða félagsheimilið Heiðarbæ í Reykjahverfi. Eins og flestum er kunnugt þá hefur þar verið rekin ferðaþjónusta um all langt skeið, af miklum myndarskap. Gisting, veitingaþjónusta, sundlaug og tjaldstæði. Sveitarfélagið auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstrinum og bárust þrjá áhugaverðar umsóknir, sem er gleðiefni. Nú bregður svo við að kauptilboð kemur í eign sem ekki hefur verið auglýst eða tekin ákvörðun um að selja, allt gott um það. Undir málinu liggur verðmat (ekki liggur fyrir hver bað um það, né hver fyrir það greiddi) frá 26. apríl sl. og degi síðar kemur inn verðtilboð upp á sömu fjárhæð og verðmatið. Húsnæðið sem um ræðir er um 511 fermetrar að stærð og er tilboð í eignina 20 milljónir króna eða 39,139 krónur á fermetra. Brunabótamat er 176,6 milljónir og fasteignamat 36,9 milljónir (þar af lóðarmat að upphæð 5,8 milljónir).
Samantekt má sjá í meðfylgjandi töflu:
Lýsing:/ M.kr./ % af Brunabótamati/ % af Fasteignamati
Brunabótamat:/ 176,6/ 100,0%/ 478,6%/
Fasteignamat:/ 36,9/ 20,9%/ 100,0%/
Verðmat:/ 20,0/ 11,3%/ 54,2%/
Tilboð:/ 20,0/ 11,3%/ 54,2%/

Undirritaður leggur eftirfarandi athugasemdir til umhugsunnar, gefið að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði. Fyrir það fyrsta er það mat undirritaðs að tilboð í eignina (og verðmatið) er langt undir eðlilegu verði, eins og sjá má á umsögnum um málið. Verði tilboðið samþykkt er í raun og veru verið að gjaldfella verðmæti eigna utan og í nær umhverfi Húsavíkur. Í öðru lagi er nauðsynlega að skoða hvort það standist skoðun út frá stjórnsýslulegum forsendum að selja eignina án þess að aðrir aðilar geti gert tilboð. Í þriðja lagi er ekki hægt að segja að framkoma við þá sem lögðu á sig að bjóða í reksturinn sé ásættaleg. Í fjórða lagi er rétt að benda á að Félagsheimili og þar með Heiðarbær var byggður fyrir fjármagn frá ríki og sveitarfélögum auk mikils sjálfboðastarfs frá nærsamfélaginu með það að markmiði að efla félags- og menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
Bergur Elías Ágústsson.
Bylgja og Hrund taka undir bókun Bergs.

14.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 89

Málsnúmer 2104010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 89. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 90

Málsnúmer 2104012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 90. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 91

Málsnúmer 2105002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 91. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 8 "Félagsstarf eldriborgara": Bergur og Birna.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 95

Málsnúmer 2104007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 95. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 96

Málsnúmer 2104011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 96. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 97

Málsnúmer 2105003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 97. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Byggðarráð Norðurþings - 360

Málsnúmer 2104009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 360. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 361

Málsnúmer 2105001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 361. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 362

Málsnúmer 2105006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 362. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Uppbyggingarsamningur Golfklúbbs Húsavíkur": Bergur og Kristján.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Orkuveita Húsavíkur ohf - 218

Málsnúmer 2104004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 218. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

25.Orkuveita Húsavíkur ohf - 219

Málsnúmer 2104005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 219. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

26.Orkuveita Húsavíkur ohf - 220

Málsnúmer 2104006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 220. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.