Fara í efni

Rifós hf. óskar eftir nýtingarlandi á Röndinni undir starfsemi fiskeldis

Málsnúmer 202104134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Norðurþing hefur heimilað boranir fyrir volgum jarðsjó norðan lóðar Rifóss á Röndinni á Kópaskeri. Orkustofnun telur mikilvægt að afmarkað sé svæði umhverfis þær borholur sem eru utan lóðar og það skilgreint sem nýtingarsvæði. Í því ljósi hefur verið útbúinn hnitsettur uppdráttur sem sýni afmörkun nýtingarsvæðis fyrir vatnstöku fiskeldisins. Skv. uppdrættinum væri nýtingarsvæðið lóðin öll eins og henni hefur verið þinglýst, auk 1.771,7 m² skika norðan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við sveitarstjórn að skilgreint verði 1.771,7 m² nýtingarsvæði fyrir borholur norðan lóðarmarka eins og sýnt er á hnitsettum uppdrætti. Heildarnýtingarsvæði verði þá lóð fiskeldisins öll auk þeirrar viðbótar. Fyrirliggjandi uppdráttur að nýtingarsvæði verði gerður að viðauka við fyrirliggjandi nýtingarsamning.

Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021

Á 96. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við sveitarstjórn að skilgreint verði 1.771,7 m² nýtingarsvæði fyrir borholur norðan lóðarmarka eins og sýnt er á hnitsettum uppdrætti. Heildarnýtingarsvæði verði þá lóð fiskeldisins öll auk þeirrar viðbótar. Fyrirliggjandi uppdráttur að nýtingarsvæði verði gerður að viðauka við fyrirliggjandi nýtingarsamning.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.