Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

96. fundur 04. maí 2021 kl. 13:00 - 15:20 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-7.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 3-5.
Smári Jónas Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 4-7.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-11.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 3-10.

1.Frá kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf.

Málsnúmer 202104098Vakta málsnúmer

Á 360. fundi byggðarráðs var eftirfarnandi bókað:
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og að svarið verði kynnt í skipulags- og framkvæmdaráði í næstu viku.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Samtöl hafa átt sér stað við SE Group í tengslum við mögulega aðkomu þeirra að hönnun útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk. Að mati flestra er mikilvægt að unnið verði að uppbyggingu svæðisins í heild og til samræmis við fyrirfram ákveðna hönnun svo forðast megi sóun á því fjármagni sem til stendur að verja til verkefnisins á komandi árum og áratugum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til málsins og hvernig haga beri vinnu og skipulagi við uppbyggingu útivistarsvæðisins. Einnig er óskað afstöðu ráðsins til mögulegrar aðkomu SE Group til verkefnisins eins og henni er lýst og hvernig sú aðkoma spilar inn í þá skipulagsvinnu sem framundan er.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í samstarf við SE group og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í vinnu við að hanna svæðið með tilliti til lyftustæða, veglagningu, húsnæðis, gönguskíðasvæðis og bílastæða. Það verði fyrsti fasi í hönnun og uppbyggingu svæðisins. Mikilvægt er að byrja á þessari hönnun svo að hægt sé að ákveða næstu framkvæmdir til samræmis við hana.

3.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 20. apríl sl.
Byggðarráð vísar málum númer 1 - 6 og 9 til skipulags- og framkvæmdaráðs og máli númer 7 til fjölskylduráðs.
Byggðarráð tekur undir mál númer 6.
1. Umhverfið á Raufarhöfn
Skipulags- og framkvæmdaráð telur jákvætt að íbúar og félög taki sig saman á svona opinberum hreinsunardögum.
2. Lýsing ljósastaurar. Skipulags- og framkvæmdaráð bendir fulltrúum hverfisráðs á að senda póst á Vegagerðina og biðja um upplýsingar. Fulltrúar Vegagerðarinnar mættu á 92. fund ráðsins og þar voru þessi mál meðal annars rædd.
3. Lækkun hámarkshraða. Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda erindið til Vegagerðar og upplýsa hverfisráð um framgang málsins.
4. Þak á ráðhúsi. Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar áskorunina um að ganga í það að skipta um þak og býður eftir uppfærðri kostnaðaráætlun en það rúmast ekki innan framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021 og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar árið 2022.
5. Gangstéttir á Raufarhöfn. Fyrirhugað er að skoða ráðningar sumarstarfsfólks á Raufarhöfn og er skipulags- og framkvæmdaráð jákvætt hvað það varðar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi er að vinna í þessum málum og er málið í farvegi.
6. SR lóð. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir með Hverfisráði og lóðin og frágangur varðandi hana verið til umræðu. Ljóst er að í dag kostar um 100 milljónir ef það ætti að hreinsa lóðina og hefði þurft að taka á þessu máli miklu fyrr.
9. Höfnin. Umrædd verkefni eru í farvegi eða afgreidd nú þegar.

Undirritaður óskar bókað undir lið 6. SR lóð á Raufarhöfn. Á sínum tíma voru lagði fram fjármunir af SVN, ríkissjóði og sveitarfélaginu Norðurþingi til þessa verkefnis. Rætt var um að nota fjármunina til uppbyggingar eða niðurrifs. Því miður náðist ekki sátt um á sínum tíma hvaða leið skildi farin, enda verkefni umfangsmikið og í hjarta Raufarhafnar. Sé orðin almenn sátt um að taka niður eignir SR á Raufahöfn, er rétt að benda á að eyrnamerktir hafa verið fjármunir sem nema um helming þess kostnaðar sem getið er við frágang svæðisins. Er þá vísað til samkomulags milli fyrrnefndar aðila. Ríki sátt er því raun og veru hægt að hefjast handa nú þegar. Að vísa til fjárhagsáætlunar í þessu samhengi er ekki við hæfi þar sem fjármunir hafa verið eyrnamerktir til verkefnisins. Málið snýst um að taka ákvörðun.
Bergur Elías Ágústsson

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu með vísan til bókunar.
Lagt er til að gengið verði í verkið með þeim fjármunum sem eyrnamerktir hafa verið sem eru um 50 m.kr. Þurfi meiri fjármuni skal það tekið með viðauka eða sett inn í framkvæmdaáætlun næsta árs.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bergs Elíasar Ágústssonar, Ástu Hermannsdóttur, Guðmundar H. Halldórssonar og Kristins J. Lund.
Silja Jóhannesdóttir situr hjá.4.Áhyggjur af velferð barna og umferðarhraða

Málsnúmer 202104144Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá barnaverndarnefnd Þingeyinga sem borist hafa tilkynningar þar sem talsverðar áhyggjur eru hafðar af velferð barna og öryggi þeirra í umferðinni innan þéttbýlis Húsavíkur.

Fjölskylduráð tók einnig fyrir þetta erindi á 90. fundi sínum og bókaði:
Fjölskylduráð tekur undir þær áhyggjur sem borist hafa Barnaverndarnefnd Þingeyinga og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að vinna að úrbótum og tryggja umferðaröryggi á þeim stöðum sem tilteknir eru í erindinu; umferð um Fossvelli og í nágrenni við leikskólann og neðri hluta Baughóls (Bóbabrekku).
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Ráðið hefur lækkað umferðarhraða og bætt við gangbraut á Fossvöllunum og er það liður í að tempra umferðarhraða og auka öryggi. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja upp "hraðabroskarl" við neðsta hluta Baughóls við gatnamót Fossvalla og hvetur lögregluna til að fylgjast vel með umferð í nágrenni leikskólans.

5.Ósk um framkvæmdir við leikskóladeildina í Lundi

Málsnúmer 202104105Vakta málsnúmer

Á 89. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í þær breytingar sem óskað er eftir samkvæmt erindi skólastjórnenda í Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kostnaðarmeta þær breytingar sem óskað er af skólastjórnendum Öxafjarðarskóla svo taka megi upplýsta ákvörðun um framhald þeirra.

6.Bonn áskorun. Endurheimt skógarlandslags

Málsnúmer 202104158Vakta málsnúmer

Landgræðslan og Skógræktin óska afstöðu Norðurþings til þátttöku í alþjóðlegu átaki um endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum innan sveitarfélagsins. Markmið er að skilgreina í skipulagi ákveðið flatarmál lands, þar sem stefnt sé að því að endurheimta birkiskóga samhliða annari fjölbreyttri landnýtingu. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að auka verulega þekju birkiskóga hérlendis til samræmis við svonefnda Bonn áskorun. Meðfylgjandi erindi er kort sem sýnir núverandi útbreiðslu náttúrulegra birkiskóga, ræktaðra skóga og landgræðslusvæða innan Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í hugmyndir að þátttöku í átaki um endurheimt birkiskóga á stórum samfelldum svæðum og landslagsheildum innan sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er þó ekki eigandi að stórum landslagsheildum. Í því samhengi mætti engu að síður horfa til beitarfriðaðs land umhverfis Húsavík. Önnur þátttaka sveitarfélagsins gæti falist í endurskoðun ákvæða í aðalskipulagi Norðurþings til að auðvelda landeigendum þátttöku í átakinu og er ráðið reiðubúið að stuðla að slíkum breytingum.

7.Húsavíkurslippur óskar eftir samvinnu við Norðurþing um frágang á lóðamörkum

Málsnúmer 202105007Vakta málsnúmer

Heimir Harðarson, f.h. Húsavíkurslipps ehf. óskar eftir að Norðurþing taki þátt í frágangi á kanti á lóðamörkum Naustagarðs 2 og Hafnarvegar norðaustan lóðarinnar.
Ekki er til fjármagn í stórar framkvæmdir við lóðarfrágang Naustagarðs 2 og Hafnarstéttar en ráðið tekur jákvætt í að ganga frá lóðarmörkum. Hafnarstjóra er falið að eiga samtal við forsvarsmenn Húsavíkurslipps og ræða hugmyndir um frágang á lóðamörkum í formi jarðvegs og sáningar.

8.Skipulag miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
"7. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að tengibyggingu milli Hafnarstéttar 1 og 3. Slík breyting mun hinsvegar hafa áhrif á aðgengi að bílastæðum á lóð Hafnarstéttar 3. Ráðið óskar eftir tillögum lóðarhafa að frekari útfærslum svæðisins áður en hugmyndir verða teiknaðar inn í deiliskipulagstillögu."
Nú hafa ráðinu borist hugmyndir lóðarhafa Hafnarstéttar 1 og 3 að uppbyggingu tengibyggingar milli húsanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlagðar hugmyndir um tengibyggingu milli húsanna áhugaverðar og fellst á að skilgreina byggingarreit sem heimilar þá uppbyggingu inn í tillögu að breytingu deiliskipulags. Hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að láta skipulagsráðgjafa færa hugmyndirnar inn í skipulagstillögu.

9.Beiðni um umsögn um matsáætlun eldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202104145Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna tillögu að matsáætlun fyrir eldisstöð Rifóss á Röndinni á Kópaskeri. Meðfylgjandi erindi er greinargerðin "Eldisstöð Röndinni Kópaskeri - Tillaga að matsáætlun" sem unnin var af Eflu Verkfræðistofu og er dagsett 27.04. 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að fyrirliggjandi tillaga að matsáætlun geri fullnægjandi grein fyrir framkvæmdinni. Ekki eru gerðar athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, fyrirhugaða gagnaöflun, úrvinnslu gagna eða fyrirhugaða framsetningu í frummatsskýrslu. Kafli 2.4.12 um förgun úrgangs er þó ófullnægjandi. Það er rekstraraðila að semja við verktaka um förgun/meðhöndlun sorps, en ekki verkefni sveitarfélagsins sem fyrst og fremst sinnir umsýslu með heimilissorp. Rökrétt væri einnig að í þeim kafla væri fjallað um seyru sem fellur til við hreinsun fráveitu. Þegar er í gildi deiliskipulag fyrir fiskeldi á lóðinni og uppbygging hafin í samræmi við ákvæði skipulagsins. Í matsáætlun er gerð nokkur grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulags- og framkvæmdaráð hefur þegar samþykkt að unnin verði tillaga að breytingu deiliskipulagsins í þeim anda sem fjallað er um í matsáætluninni. Eðli máls skv. er ráðið ekki í stöðu til að gera ráð fyrir að þær breytingar verði samþykktar. Framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 722/2012. Einstök mannvirki eru háð byggingarleyfum frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

10.Rifós hf. óskar eftir nýtingarlandi á Röndinni undir starfsemi fiskeldis

Málsnúmer 202104134Vakta málsnúmer

Norðurþing hefur heimilað boranir fyrir volgum jarðsjó norðan lóðar Rifóss á Röndinni á Kópaskeri. Orkustofnun telur mikilvægt að afmarkað sé svæði umhverfis þær borholur sem eru utan lóðar og það skilgreint sem nýtingarsvæði. Í því ljósi hefur verið útbúinn hnitsettur uppdráttur sem sýni afmörkun nýtingarsvæðis fyrir vatnstöku fiskeldisins. Skv. uppdrættinum væri nýtingarsvæðið lóðin öll eins og henni hefur verið þinglýst, auk 1.771,7 m² skika norðan lóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings leggur til við sveitarstjórn að skilgreint verði 1.771,7 m² nýtingarsvæði fyrir borholur norðan lóðarmarka eins og sýnt er á hnitsettum uppdrætti. Heildarnýtingarsvæði verði þá lóð fiskeldisins öll auk þeirrar viðbótar. Fyrirliggjandi uppdráttur að nýtingarsvæði verði gerður að viðauka við fyrirliggjandi nýtingarsamning.

11.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Hérna ehf. Stóragarði 11

Málsnúmer 202104156Vakta málsnúmer

Sýslumaður óskar umsagnar vegna leyfisveitingar til Hérna ehf til reksturs kaffihúss í flokki II á neðri hæð Stóragarðs 11. Ennfremur er óskað leyfis til útiveitinga fyrir allt að 20 gesti.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

Fundi slitið - kl. 15:20.