Fara í efni

Frá kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf.

Málsnúmer 202104098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021

Til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Borist hefur bréf frá kærunefnd útboðsmála vegna kæru Garðvíkur ehf. á ákvörðun sveitarfélagsins Norðurþings vegna uppsetningar á öryggisgirðingu á lóð Víðimóa 3.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og að svarið verði kynnt í skipulags- og framkvæmdaráði í næstu viku.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Á 360. fundi byggðarráðs var eftirfarnandi bókað:
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu og að svarið verði kynnt í skipulags- og framkvæmdaráði í næstu viku.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 365. fundur - 24.06.2021

Borist hefur úrskurður frá kærunefnd útboðsmála í máli Garðvíkur ehf. gegn sveitarfélaginu Norðurþingi, Trésmiðjunni Rein ehf. og Vinnuvélum Eyþórs ehf.
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi bókun;
Undirritaður fær ekki betur séð en að úrskurður Kærunefndar Útboðsmála hefur í för með sér að megininnkaup þjónustu og verklegra framkvæmda undir útboðsmörkum verður á grundvelli B hluta rammasamninga um þjónustu Iðnmeistara. Fara þarf sérstaklega yfir innkaupaferli Norðurþings vegna þessa og gæta þess að aðilum rammasamninga verði ekki gefið færi á frekari kærumálum.
Um B hluta rammasamnings RK-17 um þjónustu iðnaðarmanna segir: Þegar umfang innkaupa er meira en 500 tímar eða aðrir en skilmálar í fastverðshluta (s.s. véla- og tækjaverð ekki innifalið, verktími ekki skilgreindur, eftirlit hjá kaupanda o.s.frv.) skal bjóða það út með örútboði í örútboðshluta samningsins (B - Hluta) eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.
Þetta þýðir með öðrum orðum að meginþorri allrar aðkeyptrar þjónustu og verklegra framkvæmda Norðurþings skal keyptur á grundvelli þessa samnings. Það sama á við um Orkuveitu Húsavíkur ohf., Dvalarheimili aldraðra á Húsavík og Hafnarsjóðs Norðurþings.
Um rammasamninginn gilda ákvæði samningsréttar á grundvelli laga um samninga og er meginstef þeirra laga að samninga skal efna. Með vísan í framangreinds þarf að fara yfir alla innkaupaferla Norðurþings með það að markmiði að ekki verði um brot að ræða á gerðum samningi. Á þessu bera kjörnir fulltrúar ábyrgð.
Til upplýsingar, þá þarf Norðurþing að greiða 500.000.- krónur til kæranda auk þess kemur fram í úrskurði kærunefndar frá 11 júni sl. að ,,lagt er fyrir varnaraðila að framkvæma örútboð á grundvelli rammasamningsins. Gætt skal að því að umfang verksins sé skýrlega afmarkað gagnvart þeim verkþáttum sem hið boðna verk lýtur að og þannig að iðnmeistarar sem heimildir hafa til þess að vinna verkið geti tekið þátt í örútboðinu á grundvelli gildandi rammasamnings. Gera verður þær kröfur til varnaraðila að ábyrgð á verkinu og umfang þess sé skilmerkilega ákvarðað áður en örútboð fer fram, meðal annars í ljósi þess sem að framan greinir.'' M.ö.o. rétt er að bjóða verkið út að nýju með þeim kvöðum/skyldum sem örútboðum fylgja.

Meirihluti byggðarráðs óskar bókað;
Vakin er athygli á því að við úrvinnslu málsins nutu starfsmenn framkvæmdasviðs ráðleggingar Ríkiskaupa.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar úrskurður frá kærunefnd útboðsmála í máli Garðvíkur ehf. gegn sveitarfélaginu Norðurþingi, Trésmiðjunni Rein ehf. og Vinnuvélum Eyþórs ehf.

Á 365. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.