Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

95. fundur 27. apríl 2021 kl. 13:00 - 14:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Silja Jóhannesdóttir formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-11.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 8.
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 8-14.
Ketill G. Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 11.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 9-14.

1.Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202104113Vakta málsnúmer

Rifós hf. óskar heimildar til að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Tillagan fæli í sér stækkun byggingarreita fyrir eldishús og heimild til hækkunar bygginga úr 9,5 m í 12,5 m. Jafnframt verði felldir út skilmálar um fjölda og stærð fiskeldiskerja innan hvers byggingarreits. Einnig yrði gert ráð fyrir nýju þjónustuhúsi innan lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að heimila umsækjanda að útbúa tillögu að breytingu deiliskipulags til að leggja fyrir ráðið.

2.Rarik sækir um lóð við Lund í Öxarfirði undir rofahús

Málsnúmer 202104068Vakta málsnúmer

Rarik óskar eftir lóð undir rofahús við Lund í Öxarfirði. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað 30 m² lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Rarik verði úthlutað lóð undir rofahúsið á grundvelli framlagðs uppdráttar.

3.Umsókn um að fjarlægja olíugeymi af Höfða 10

Málsnúmer 202104102Vakta málsnúmer

Olíudreifing óskar heimildar til að fjarlægja 60 m3 olíugeymi af Höfða 10. Geymurinn var settur niður 2016.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fjarlægingu geymisins.

4.Landskipti milli jarðanna Austurgarðs 1 og Austurgarðs 2

Málsnúmer 202104104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur undirritaður samningur um landskipti Austurgarðs 1 og Austurgarðs 2 með samþykktar undirritun eigenda Laufáss og Kvistáss í Kelduhverfi. Með gögnum fylgja tveir hnitsettir uppdrættir af umræddum landspildum. Óskað er samþykktar sveitarfélagsins fyrir landskiptunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að landskiptin verði samþykkt.

5.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/ Vökuholts

Málsnúmer 202104069Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna beiðni Nestorfunnar ehf um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki IV, stærra gistiheimili, í Vökuholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og bygggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið f.h. Norðurþings.

6.Ósk um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi að Stóragarði 7

Málsnúmer 202104089Vakta málsnúmer

Börkur Emilsson og Erna Björnsdóttir óska eftir heimild til breytinga á innra skipulagi neðri hæðar Stóragarðs 7. Með breytingunum verða innréttaðar þrjár íbúðir á neðri hæð hússins. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar unnar af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt dags. 12. apríl 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytingarnar.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarkjarna að Stóragarði 12

Málsnúmer 202103083Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur samþykkt teikningar af fjölbýlishúsi á einni hæð að Stóragarði 12. Kynntar voru aðalteikningar af húsinu unnar af Ragnari Hermannssyni byggingarfræðingi. Birt flatarmál 479,1 m² og brúttórúmmál 2110,6 m3.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

8.Ósk um leyfi fyrir húsbílastæði við Naustagarð 2

Málsnúmer 202104120Vakta málsnúmer

Vör Húsavík ehf óskar eftir samþykki skipulags- og framkvæmdaráðs fyrir því að nýta malarstæði austan húss að Naustagarði 2 sem húsbílastæði í sumar að því gefnu að starfsleyfi fáist frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda Hallanda að Höfðavegi 5B.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu og telur ekki heppilegt að hafa húsbílastæði á hafnarsvæðinu.

9.Fyrirspurn frá hverfisráði Öxarfjarðar: Gámaplan við Þverá í Öxarfirði.

Málsnúmer 202101095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi hverfisráðs Öxarfjarðar varðandi frágang gámaplans við Þverá í Öxarfirði. Umhverfissvið Norðurþings hefur tekið aðstöðu sorplosunar í Öxarfirði til gagngerrar skoðunar og er niðurstaða hennar lögð fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir að fara í nýtt gámaplan við Þverá í Öxarfirði, með þeim fyrirvara að samþykki fáist hjá landeiganda. Áætlaður kostnaður er rúmar þrjár milljónir.

Kristinn og Bergur óska bókað að þessi framkvæmd er fyrsta skref í að gera sorpmóttökusvæði við Þverá að aðgangsstýrðu losunarsvæði fyrir sorp.

Nanna Steina greiðir atkvæði á móti tillögunni og telur að fjármunum sé betur varið í önnur nauðsynleg viðhaldsverkefni.

10.Sumarstarfsmenn Norðurþings austan Tjörness

Málsnúmer 202104123Vakta málsnúmer

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi ráðningar ungmenna til sumarstarfa í Norðurþingi austan Tjörness. Í því samhengi þarf að svara því hvort til standi að ráða ungmenni sem sótt hafa um sumarstörf og þá hversu margir hljóta ráðningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ráða ungmennin sem sótt hafa um sumarstörf í Norðurþingi austan Tjörness, til að halda við og fegra umhverfi þeirra staða sem um ræðir.

11.Bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða að ferðamannastöðum

Málsnúmer 202104122Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja eftirfarandi upplýsingar til kynningar.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur til athugunar aukafjárveitingar til fuglaskoðunarskýlanna á árinu 2021 vegna aðgengismála. Fuglaskoðunarskýlin í Norðurþingi koma til greina sem styrkhæft verkefni í samvinnu Fuglastíg á Norðausturlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir mótframlag í formi vinnuframlags sem er tæpar fjórar milljónir, í samræmi við kostnaðaráætlun frá Fuglastíg.

12.Frá kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf.

Málsnúmer 202104098Vakta málsnúmer

Til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til byggðarráðs.

13.Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 202104019Vakta málsnúmer

Á fundi 88. fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskyldurráð tekur undir erindi Húsavíkustofu um að skoða möguleika á að stækka tjaldsvæðið og/eða fjölga aðskildum tjaldsvæðum. Rekstur tjaldsvæðisins er hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa en ljóst er að málið er einnig skipulagsmál. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs hvort hægt sé að skipuleggja og undirbúa svæðið við Framhaldsskóla Húsavíkur eða önnur hentug svæði innan þéttbýlis á Húsavík sem tjaldstæði þannig að hægt sé að grípa til þess þegar/ef á þarf að halda miðað við gestakomur í sumar.
Silja vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og mun bregðast við ef nauðsyn krefur.

14.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2021

Málsnúmer 202102107Vakta málsnúmer

Ræða þarf fyrirkomulag styrkbeiðna sem taka til þjónustumiðstöðva.
Silja vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð er jákvætt vegna verkefna þar sem íbúar, stofnanir og/eða fyrirtæki taka sig saman um verkefni samfélaginu til heilla og leita eftir samstarfi eða styrkjum frá sveitarfélaginu.
Mikilvægt er við styrkveitingar að horfa til þess að öll þjónusta þjónustumiðstöðva Norðurþings er útseld vinna hvort heldur til sviða, stofnana eða íbúa og horfa verður til þess við úthlutun styrkja. Öll svið geta veitt styrk til að kaupa þjónustu þjónustumiðstöðvar en þjónustumiðstöð er rekstrareinining og veitir ekki styrki.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur styrkbeiðendur og öll svið til að horfa til þessa við úthlutun styrkja.

Fundi slitið - kl. 14:30.