Fara í efni

Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202104113

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021

Rifós hf. óskar heimildar til að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldi á Röndinni á Kópaskeri. Tillagan fæli í sér stækkun byggingarreita fyrir eldishús og heimild til hækkunar bygginga úr 9,5 m í 12,5 m. Jafnframt verði felldir út skilmálar um fjölda og stærð fiskeldiskerja innan hvers byggingarreits. Einnig yrði gert ráð fyrir nýju þjónustuhúsi innan lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að heimila umsækjanda að útbúa tillögu að breytingu deiliskipulags til að leggja fyrir ráðið.