Fara í efni

Fyrirspurn frá hverfisráði Öxarfjarðar: Gámaplan við Þverá í Öxarfirði.

Málsnúmer 202101095

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Að mati hverfisráðs Öxarfjarðar eru aðstæður á gámasvæðinu við Þverá taldar óásættanlegar og að mati herfisráðsins er afar brýnt að ráðast í breytingar svo sem jarðsvegsskipti sem allra fyrst. Undanfarin ár hefur verið allt að því ófært fyrir fólksbíla hluta árs vegna leysingarvatns sem þar safnast og myndar talsverða drullu. Þess má geta að þetta tiltekna gámaplan er eini staðurinn í Öxarfirði þar sem hægt er að fara með brotajárn og gróft heimilissorp og því er afar mikilvægt að aðgengi sé gott.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til ábendinga sem settar eru fram af hverfisráðsi Öxarfjarðar í tengslum við úrbætur á gámasvæði við Þverá.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða heildstætt gámasvæði í Kelduhverfi og Öxarfirði með staðsetningu og kostnað við framkvæmdir í huga. Leggja skal þau gögn fyrir ráðið um mánaðarmótin mars - apríl 2021.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021

Fyrir liggur erindi hverfisráðs Öxarfjarðar varðandi frágang gámaplans við Þverá í Öxarfirði. Umhverfissvið Norðurþings hefur tekið aðstöðu sorplosunar í Öxarfirði til gagngerrar skoðunar og er niðurstaða hennar lögð fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir að fara í nýtt gámaplan við Þverá í Öxarfirði, með þeim fyrirvara að samþykki fáist hjá landeiganda. Áætlaður kostnaður er rúmar þrjár milljónir.

Kristinn og Bergur óska bókað að þessi framkvæmd er fyrsta skref í að gera sorpmóttökusvæði við Þverá að aðgangsstýrðu losunarsvæði fyrir sorp.

Nanna Steina greiðir atkvæði á móti tillögunni og telur að fjármunum sé betur varið í önnur nauðsynleg viðhaldsverkefni.