Fara í efni

Sumarstarfsmenn Norðurþings austan Tjörness

Málsnúmer 202104123

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021

Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi ráðningar ungmenna til sumarstarfa í Norðurþingi austan Tjörness. Í því samhengi þarf að svara því hvort til standi að ráða ungmenni sem sótt hafa um sumarstörf og þá hversu margir hljóta ráðningu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ráða ungmennin sem sótt hafa um sumarstörf í Norðurþingi austan Tjörness, til að halda við og fegra umhverfi þeirra staða sem um ræðir.