Fara í efni

Beiðni frá Húsavíkurstofu varðandi tjaldsvæðið á Húsavík

Málsnúmer 202104019

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 88. fundur - 12.04.2021

Stjórn Húsavíkurstofu sendir inn erindi um tjaldsvæðið á Húsavík.
Það stefnir í að tjaldsvæði landsins muni starfa með einhverskonar fjöldatakmörkunum líkt og síðasta sumar. Húsavíkurstofa hvetur Fjölskyldaráð að skoða þann möguleika að stækka tjaldsvæðið og fjölga aðskildum svæðum svo hægt sé að hafa fleiri sóttvarnarhólf og taka á móti fleiri gestum.
Fjölskyldurráð tekur undir erindi Húsavíkustofu um að skoða möguleika á að stækka tjaldsvæðið og/eða fjölga aðskildum tjaldsvæðum. Rekstur tjaldsvæðisins er hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa en ljóst er að málið er einnig skipulagsmál. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs hvort hægt sé að skipuleggja og undirbúa svæðið við Framhaldsskóla Húsavíkur eða önnur hentug svæði innan þéttbýlis á Húsavík sem tjaldstæði þannig að hægt sé að grípa til þess þegar/ef á þarf að halda miðað við gestakomur í sumar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 95. fundur - 27.04.2021

Á fundi 88. fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskyldurráð tekur undir erindi Húsavíkustofu um að skoða möguleika á að stækka tjaldsvæðið og/eða fjölga aðskildum tjaldsvæðum. Rekstur tjaldsvæðisins er hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa en ljóst er að málið er einnig skipulagsmál. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs hvort hægt sé að skipuleggja og undirbúa svæðið við Framhaldsskóla Húsavíkur eða önnur hentug svæði innan þéttbýlis á Húsavík sem tjaldstæði þannig að hægt sé að grípa til þess þegar/ef á þarf að halda miðað við gestakomur í sumar.
Silja vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og mun bregðast við ef nauðsyn krefur.