Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

100. fundur 29. júní 2021 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Viðhalds og framkvæmdalisti á íþrótta- og tómstundasviði

Málsnúmer 202106108Vakta málsnúmer

Á 95. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð vísar minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa til skipulags- og framkvæmdaráðs og felur honum að kynna það þar.

Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn undir þessum fundarlið.
Lagt fram til kynningar.

2.Umræða um tillögu vegna SR lóðar

Málsnúmer 202106051Vakta málsnúmer

Á 114. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað vegna málsins;

Sveitarstjóri gerir það að tillögu sinni að málinu verði vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs, það unnið betur í samráði við hverfisráð Raufarhafnar m.t.t. tímalínu og hvort viðauki við fjárhagsáætlun yfirstandandi árs verði tekinn til afgreiðslu í skipulags- og framkvæmdaráði áður en lengra er haldið. Ellegar verði gert ráð fyrir þessum kostnaði í rekstraráætlun eignasjóðs á árinu 2022.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að undirbúa gögn sem miða að því að þetta verði boðið út og leggja fyrir ráðið á fyrsta fundi þess í september.

3.Gangstéttir á Raufarhöfn

Málsnúmer 202105154Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða mögulegar úrbætur á gangstéttum við Aðalbraut og Ásgötu á Raufarhöfn og leggja fyrir ráðið að nýju
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar úrbótum á gangstéttum á Raufarhöfn, til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022.

4.Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á frisbígolfvelli á Raufarhöfn

Málsnúmer 202106107Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra. Óskað er eftir leyfi fyrir uppsetningu á frisbígolfvellir.
Ungmennafélagið Austri hyggist setja upp 9 holu frisbígolfvöll á opið svæði neðan við Ásgötu á Raufarhöfn. Svæðið sem um ræðir er upplagt í slíka notkun en mun völlurinn teygjast frá bakgarði félagsheimilisins og út fyrir Ásgötuna. Svæðin sem um ræðir eru skilgreind í aðalskipulagi Norðurþings sem opin svæði til sérstakra nota, og verslunar- og þjónustusvæði.

Austri óskar eftir afstöðu Norðurþings til uppsetningar á vellinum.
Nanna Steina vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir framtakinu og samþykkir uppsetningu á frisbígolfvellinum.

5.Erindi vegna tjaldsvæðis á Raufarhöfn - frá hverfisráði Raufarhafnar

Málsnúmer 202104149Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um stað til að losa ferðaklósett við tjaldsvæðið á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að gera aðstöðu til tæmingar ferðaklósetta að upphæð 1,1 milljón, samkvæmt meðfylgjandi teikningu.

6.Vegagerð á Röndinni Kópaskeri

Málsnúmer 202106077Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir að taka ákvörðun um útboð vegna vegagerð á Röndinni á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi teikningu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða verkið út.

7.Ósk um afnot af ónýttum grasbletti

Málsnúmer 202106060Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags og framkvæmdarráði liggur beiðni frá íbúum að Árgötu 8 um að fá afnot ónýttan grasblett fyrir neðan húsið þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir beiðnina. Að því tilskyldu að umgengnin verði til fyrirmyndar og að girðingu verði snyrtilega fyrirkomið.
Fylgiskjöl:

8.Hjólahátíð Greifans á Húsavík

Málsnúmer 202106093Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur til kynningar hjólahátíð Greifans en hluti af hátíðinni er keppni í Enduro fjallahjólreiðum á Húsavík 24. júlí. Stefnt er að því að keppnin byrji á Reyðarárhnjúki og endi í miðbæ Húsavíkur.
Skipulag- og framkvæmdaráð gleðst yfir að hluti hjólahátíðar Greifans fari fram á Húsavík.

9.Frá kærunefnd útboðsmála - kæra Garðvíkur ehf.

Málsnúmer 202104098Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar úrskurður frá kærunefnd útboðsmála í máli Garðvíkur ehf. gegn sveitarfélaginu Norðurþingi, Trésmiðjunni Rein ehf. og Vinnuvélum Eyþórs ehf.

Á 365. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

10.Vegna merkinga á bílastæðum við Vínbúðina á Húsavík

Málsnúmer 202106047Vakta málsnúmer

Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 2. júní 2020 var tekið fyrir erindi frá Vínbúðinni á Húsavík varðandi merkingar á bílastæðum.
Bókun ráðsins var: Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en samþykkir að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18.

Nú er búið að mála merkingar á bílastæðin og þarf ráðið að taka afstöðu til málsins.
Til þeirra aðila sem málið varðar, ítrekar skipulags- og framkvæmdaráð samkvæmt samþykkt frá 69. fundi 02.06.2020 samþykkir ráðið að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18. Ekki er heimild fyrir að merkja umrædd bílastæði með númeri húss og krefst ráðið þess að merkingarnar verði fjarlægðar án tafar á kostnað eigenda.

11.Ósk um að fjarlægðar verði þrjár aspir við stjórnsýsluhúsið á Húsavík

Málsnúmer 202106118Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur beiðni um að fjarlægðar verði þrjár aspir við Stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fjarlægja umræddar aspir.

12.Ósk um samstarf - umsókn til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða aðgengi Kaldbakstjarnir

Málsnúmer 202106038Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggja drög að samstarfssamningi milli Norðurþings og Fuglastígs á Norðausturlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Fundi slitið - kl. 14:30.