Fara í efni

Ósk um leyfi fyrir uppsetningu á frisbígolfvelli á Raufarhöfn

Málsnúmer 202106107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 100. fundur - 29.06.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra. Óskað er eftir leyfi fyrir uppsetningu á frisbígolfvellir.
Ungmennafélagið Austri hyggist setja upp 9 holu frisbígolfvöll á opið svæði neðan við Ásgötu á Raufarhöfn. Svæðið sem um ræðir er upplagt í slíka notkun en mun völlurinn teygjast frá bakgarði félagsheimilisins og út fyrir Ásgötuna. Svæðin sem um ræðir eru skilgreind í aðalskipulagi Norðurþings sem opin svæði til sérstakra nota, og verslunar- og þjónustusvæði.

Austri óskar eftir afstöðu Norðurþings til uppsetningar á vellinum.
Nanna Steina vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir framtakinu og samþykkir uppsetningu á frisbígolfvellinum.