Fara í efni

Húsavíkurslippur óskar eftir samvinnu við Norðurþing um frágang á lóðamörkum

Málsnúmer 202105007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Heimir Harðarson, f.h. Húsavíkurslipps ehf. óskar eftir að Norðurþing taki þátt í frágangi á kanti á lóðamörkum Naustagarðs 2 og Hafnarvegar norðaustan lóðarinnar.
Ekki er til fjármagn í stórar framkvæmdir við lóðarfrágang Naustagarðs 2 og Hafnarstéttar en ráðið tekur jákvætt í að ganga frá lóðarmörkum. Hafnarstjóra er falið að eiga samtal við forsvarsmenn Húsavíkurslipps og ræða hugmyndir um frágang á lóðamörkum í formi jarðvegs og sáningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Óskað er eftir að fá að nýta stórgrýti úr "miðgarði" Húsavíkurhafnar til að ganga frá á lóðamörkum við Naustagarð 2, í samráði við hafnastjóra. Kostnaður við
frágang grjótsins falli á lóðareiganda og frágangur og viðskilnaður verði í samráði við hafnastjóra.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að fylgja því eftir.