Fara í efni

Áhyggjur af velferð barna og umferðarhraða

Málsnúmer 202104144

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 90. fundur - 03.05.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá barnaverndarnefnd Þingeyinga sem borist hefur tilkynningar þar sem talsverðar áhyggjur eru hafðar af velferð barna og öryggi þeirra í umferðinni innan þéttbýlis Húsavíkur.
Fjölskylduráð tekur undir þær áhyggjur sem borist hafa Barnaverndarnefnd Þingeyinga og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að vinna að úrbótum og tryggja umferðaröryggi á þeim stöðum sem tilteknir eru í erindinu; umferð um Fossvelli og í nágrenni við leikskólann og neðri hluta Baughóls (Bóbabrekku).

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá barnaverndarnefnd Þingeyinga sem borist hafa tilkynningar þar sem talsverðar áhyggjur eru hafðar af velferð barna og öryggi þeirra í umferðinni innan þéttbýlis Húsavíkur.

Fjölskylduráð tók einnig fyrir þetta erindi á 90. fundi sínum og bókaði:
Fjölskylduráð tekur undir þær áhyggjur sem borist hafa Barnaverndarnefnd Þingeyinga og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að vinna að úrbótum og tryggja umferðaröryggi á þeim stöðum sem tilteknir eru í erindinu; umferð um Fossvelli og í nágrenni við leikskólann og neðri hluta Baughóls (Bóbabrekku).
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið. Ráðið hefur lækkað umferðarhraða og bætt við gangbraut á Fossvöllunum og er það liður í að tempra umferðarhraða og auka öryggi. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja upp "hraðabroskarl" við neðsta hluta Baughóls við gatnamót Fossvalla og hvetur lögregluna til að fylgjast vel með umferð í nágrenni leikskólans.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021

Fyrir liggur tillaga frá lögreglunni á Norðurlandi eystra sem gæti dregið úr slysahættu hjólandi ungmenna á gatnamótum Baughóls og Fossvalla. Eftir að málið hafði verið skoðað af hálfu lögreglunnar á Húsavík og rætt við þau börn sem þarna fara um á hverjum degi, virðist að mati lögreglu sem skynsamlegasta lausnin felist í því að færa gangbrautina austan við gatnamót Fossvalla og Baughóls og ráðast samhliða í frágang neðsta hluta gangstéttar austan megin í Bóbabrekkunni svo hún verði fær hlaupahjólum og gangandi umferð að Fossvöllum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu lögreglunnar og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðar- og verkáætlun og leggja fyrir ráðið í ágúst.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021

Eftir ábendingar lögreglu sem teknar voru fyrir á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. júlí 2021 fól ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðar- og verkáætlun og leggja fyrir ráðið í ágúst.
Skipulags- og framkvæmaráð samþykkir kostnaðaráætlun og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að framkvæma verkið.