Fara í efni

Fjölskylduráð

90. fundur 03. maí 2021 kl. 13:00 - 15:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 13-15.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1,6, 11 og 16-19.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 12.
Fanney Hreinsdóttir forstöðumaður heimaþjónustu sat fundinn undir lið 1,6 og 8.

Lilja Skarphéðinsdóttir og Sólveig Skúladóttir f.h. félag eldri borgara á Húsavík sátu fundinn undir lið 1.
Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 14-15.

1.Lýðheilsuverkefni eldriborgara

Málsnúmer 202104146Vakta málsnúmer

Stjórn félags eldri borgara á Húsavík kemur á fund ráðsins en félaginu langar að koma á fót lýðheilsuverkefni í samstarfi við HSN og Félagsþjónustu Norðurþings. Tilgangur verkefnisins er að efla og viðhalda styrk og færni aldraðra við daglegt líf með skipulegri þjálfun og hreyfingu undir stjórn fagaðila og kynna þeim áhrif hreyfingar á heilsu. Leitað yrði einnig til félagasamtaka til að styrkja verkefnið og þátttökugjald yrði fyrir hvern þátttakanda sem hver þátttakandi greiðir sjálfur.

Kostnaður Norðurþings er í kringum 3.000.000 krónur. Félag eldri borgara óskar eftir því að Norðurþing styðji við verkefnið með þessum hætti svo það geti orðið að raunveruleika.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum félags eldri borgara á Húsavík fyrir komuna og kynningu á Lýðheilsuverkefni eldri borgara.

Ráðið felur félagsmálastjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða frekari útfærslu á hugmynd félags eldri borgara m.t.t. þátttöku sveitarfélagsins og kostnað sem er enn óljós.

Ljóst er að fari verkefnið sem slíkt af stað með aðkomu Norðurþings þá mun það ná til allra eldri borgara í Norðurþingi.

2.Áhyggjur af velferð barna og umferðarhraða

Málsnúmer 202104144Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá barnaverndarnefnd Þingeyinga sem borist hefur tilkynningar þar sem talsverðar áhyggjur eru hafðar af velferð barna og öryggi þeirra í umferðinni innan þéttbýlis Húsavíkur.
Fjölskylduráð tekur undir þær áhyggjur sem borist hafa Barnaverndarnefnd Þingeyinga og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að vinna að úrbótum og tryggja umferðaröryggi á þeim stöðum sem tilteknir eru í erindinu; umferð um Fossvelli og í nágrenni við leikskólann og neðri hluta Baughóls (Bóbabrekku).

3.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 Stöðuskýrsla nr. 13 til ráðgefandi aðila

Málsnúmer 202104131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðuskýrsla teymis félagsmálaráðuneytisins um félags- og atvinnumál í kjölfar Covid-19.
Lagt fram til kynningar.

4.Miðjan aðstöðuleysi

Málsnúmer 202104130Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri óskar eftir því að keyptur verði kofi þar sem hægt verði að hafa smíða- og aðra handverksvinnu til að létta á húsnæði Miðjunnar. Áætlaður er að kofinn kosti um 500.000 krónur.

Vegna fjölda notanda Miðjunnar er húsnæðið orðið lítið fyrir alla starfsemi þess og skortur orðin á aðstöðu til handverksvinnslu ýmiskonar.

Fjölskylduráð samþykkir ósk félagsmálastjóra að kofi verði keyptur ef kostnaður fellur innan fjárhagsramma félagsþjónustu Norðurþings. Ráðið felur félagsmálastjóra að leita heimilda fyrir staðsetningu kofans.

5.Félag eldriborgara Raufarhöfn

Málsnúmer 202104127Vakta málsnúmer

Félag eldriborgara á Raufarhöfn óskar eftir því að svipaður stuðningur sé við félagsstarfið hjá þeim líkt og gert er fyrir félagsstarf eldri borgara á Húsavík. Þar er þá helst átt við umsjónarmann eða starfsmann til að annast félagsstarfið.
Fjölskylduráð tekur undir með félagi eldri borgara á Raufarhöfn. Starfsmaður á vegum Norðurþings annast félagsstarf eldri borgara einu sinni í mánuði á Kópaskeri og Raufarhöfn. Leitast verður við að þróa starfið áfram.

6.Reglur Noruðrþings um félagslega heimaþjónustu

Málsnúmer 202104078Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði ligga nýjar reglur Félagslegrar heimaþjónustu til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um félagslega heimaþjónustu í Norðurþingi og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Aðgengismál fatlaðs fólk / sveitarfélagið / Fasteignasjóður 2021-2022

Málsnúmer 202104043Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélag og ÖBÍ með bréfi, sem barst með tölvupósti 27. apríl 2021 hvetja sveitarfélög til að ráða til sín námsmenn til sumarstarfa sem hafi það verkefni að vinna að aðgengismálum hjá sveitarfélögunum.
Starf aðgengisfulltrúa fælist m.a. í því að finna og meta þau mannvirki sem þarf að bæta með tilliti til aðgengis fatlaðs fólks og falla undir ákvæði reglugerðarinnar.

Bent er á að reglur um úthlutanir úr fasteignasjóði jöfnunarsjóðs hafa verið rýmkaðar með reglugerð nr. 280/2021.
Fjölskylduráð fagnar erindinu og samþykkir að fela félagsmálastjóra að vinna að því að ráða starfsmann, aðgengisfulltrúa í úrræðinu Námsmenn til sumarstarfa til þess að vinna að úttekt á aðgengismálum í sveitarfélaginu. Sú úttekt væri síðar notuð til að ákvarða hvaða umbætur í aðgengismálum eru í forgangi.

8.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202104135Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (barnaverndarþjónusta, samþætting o.fl.), 731. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1221.html
Lagt fram til kynningar.

9.Listamaður Norðurþings 2021

Málsnúmer 202104138Vakta málsnúmer

Fjölmenningarfulltrúi óskar eftir umræðum um listamann Norðurþings 2021.
Fjölmenningarfulltrúi kynnti þær fjórar tilnefningar/umsóknir sem borist hafa um Listamann Norðurþings.
Ráðið mun velja Listamann Norðurþings síðar í maí.

10.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202103171Vakta málsnúmer

Gera þarf breytingar á skóladagatali Borgarhólsskóla fyrir skólaárið 2021-2022. Um er að ræða tilfærslu á vetrarfríi og viðtalsdegi vegna samræmdra prófa.
Fjölskylduráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skóladagatali Borgarhólsskóla skólaárið 2021-2022.

11.Tónlistarskóli Húsavíkur - Skóladagatal 2021-2022

Málsnúmer 202104060Vakta málsnúmer

Skóladagatal Tónlistarskóla Húsavíkur skólaárið 2021-2022 er lagt fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal Tónlistarskólans á Húsavík fyrir skólaárið 2021-2022.

12.Tónlistarskóli Húsavíkur - Tónmennt og "Tónlist fyrir alla" - Samstarfsverkefni grunn- og tónlistarskóla.

Málsnúmer 202104119Vakta málsnúmer

Skipulag tónmenntakennslu og tónlistarverkefnisins "Tónlist fyrir alla" skólaárið 2021-2022 lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar verkefninu "Tónlist fyrir alla" og líst vel á skipulagningu verkefnisins fyrir skólaárið 2021-2022.

13.Sundlaug Húsavíkur - opnunartími

Málsnúmer 202104151Vakta málsnúmer

Nýtt vaktaplan starfsmanna Sundlaugarinnar á Húsavík er lagt fram til kynningar. Breytingar eru vegna styttingar vinnuviku. Bæta þarf við rúmlega hálfu stöðugildi.

Búið er að setja upp vaktkerfi sem gerir ráð fyrir eftirfarandi opnun:
mánudagar - fimmtudagar 06:45 - 21:00,
föstudagar - 06:45 - 19.00,
helgar - 10:00 - 17:00

Skólastarf hefur áhrif á opnunartíma yfir vetrarmánuði og tekur tekur mið af stundartöflu hvers árs.
Lagt fram til kynningar.

14.Samningur Norðurþings og GH 2021-

Málsnúmer 202010212Vakta málsnúmer

Fyrir Fjölskylduráði liggja drög að samstarfs- og styrkarsamningi við GH.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfs- og styrktarsamningi við GH og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við GH.

Birna Ásgeirsdóttir vék af fundi.

15.Sundlaugin í Lundi 2021

Málsnúmer 202103099Vakta málsnúmer

Til kynningar eru samningsdrög fyrir rekstaraðila vegna sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2021.
Bjarki Sveinsson og Filipa Gomes munu sjá um reksturinn í sumar.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ganga frá samningnum við rekstraraðila í samræmi við fjárhagsáætlun 2021.

16.Erindi vegna tjaldsvæðis á Raufarhöfn - frá hverfisráði Raufarhafnar

Málsnúmer 202104149Vakta málsnúmer

Hverfisráð Raufarhafnar sendir inn erindi varðandi úrbætur á tjaldsvæðinu á Raufarhöfn. Tilögur hverfisráðs eru eftirfarandi :
- Ráðið leggur til að tjaldsvæðið verði stækkað og leyft verði að tjalda á íþróttavellinum.
- Gestir tjaldsvæðis geti nýtt salernisaðstöðu í grunnskólanum.
- koma þarf upp aðstöðu til að losa ferðasalerni
- leitað verði leiða til að fjölga rafmagnstenglum á svæðinu
Fjölskylduráð samþykkir að stækka tjaldsvæðið með því að nýta íþróttavöllinn og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að útfæra nýtingu á svæðinu. Ráðið hafnar að salernisaðstaða verði í grunnskólanum þar sem núverandi salernisaðstaða verður opin allan sólarhringinn á tjaldsvæðinu. Einnig er hægt að nýta salernisaðstöðu í íþróttamiðstöðinni á opnunartíma hennar.
Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs að brýnt sé að koma upp aðstöðu til að losa ferðasalerni fyrir sumarið 2021. Einnig að gera ráð fyrir því að fjölga rafmagnstenglum á tjaldsvæðinu.

Fundi slitið - kl. 15:00.