Fara í efni

Miðjan aðstöðuleysi

Málsnúmer 202104130

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 90. fundur - 03.05.2021

Félagsmálastjóri óskar eftir því að keyptur verði kofi þar sem hægt verði að hafa smíða- og aðra handverksvinnu til að létta á húsnæði Miðjunnar. Áætlaður er að kofinn kosti um 500.000 krónur.

Vegna fjölda notanda Miðjunnar er húsnæðið orðið lítið fyrir alla starfsemi þess og skortur orðin á aðstöðu til handverksvinnslu ýmiskonar.

Fjölskylduráð samþykkir ósk félagsmálastjóra að kofi verði keyptur ef kostnaður fellur innan fjárhagsramma félagsþjónustu Norðurþings. Ráðið felur félagsmálastjóra að leita heimilda fyrir staðsetningu kofans.