Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

103. fundur 10. ágúst 2021 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Benóný Valur Jakobsson formaður
 • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 1.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 6-12.
Ketill Gauti Árnason Verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 6-9.

1.Erindi frá Ocean Diamond vegna legu í Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202108008Vakta málsnúmer

Erindi frá Ocean Diamond vegna komu í Húsavíkurhöfn, sent sveitarstjórn og skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra að svara erindinu.

2.Breyting á deiliskipulagi fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri

Málsnúmer 202105040Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri. Athugasemdir og umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun (tölvupóstur dags. 8. júlí s.l.) sem gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna, Náttúrufræðistofnun (tölvupóstur dags. 6. júlí s.l.), Minjastofnun Íslands (bréf dags. 5. júlí s.l.) sem gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna, Vegagerðinni (bréf dags. 24. júní s.l.) sem gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna, Umhverfisstofnun (bréf dags. 22. júní s.l.) og Náttúruverndarnefnd Þingeyinga (tölvupóstur dags. 10. júní s.l.)
1. Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna en leggur áherslu á að öllu raski vegna framkvæmda verði haldið í lágmarki og allar mengunarvarnir verði eins góðar er mögulegt er sem og önnur umgengni á svæðinu. Loks er í tölvupóstinum vísað í nýlega umsögn Náttúrufræðistofnunar til Skipulagsstofnunar um tillögu að matsáætlun eldursstöðvarinnar dags. 12. maí 2021.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið Náttúrufræðistofnunar og bendir á umfjöllun á sömu nótum í greinargerð deiliskipulagsins. Ráðið telur athugasemdir ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

6. Umhverfisstofnun nefnir eftirarandi sjónarmið:

6.1. Halda skal raski á náttúruminjum í lágmarki enda sá athafnasvæðið á náttúruminjaskrá (nr. 537).
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið UST en telur þau ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Minnt er á ákvæði 2. kafla gildandi greinargerðar deiliskipulagsins þar sem skýrt er kveðið á um lágmörkun umhverfisrasks m.a. með afmörkun verndarsvæðis á uppdrætti.

6.2. Svæðið er á tillögu Náttúrufræðistofnunar Íslands að framkvæmdaáætlun (B-hluta) vegna ferksvatnsvistgerða, fjöruvistgerða og fugla.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð telur umsögnina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

6.3. UST bendir á að við mat á umhverfisáhrifum og afgreiðslu leyfisumsókna skuli taka afstöðu til þess við hönnun mannvirkja að þau falli sem best að svipmóti lands.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið UST en bendir á að á þeim er tekið í gildandi greinargerð (m.a. kafla 3.1). Ráðið telur athugasemdina ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

6.4. UST minnir á 2. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 798/1999 þar sem kveðið er á um að öllu skólpi sé veitt minnst 5 m niður fyrir meðalstórstraumsfjöruborð eða 20 m út frá meðalstórstraumsfjörumörkum.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið UST en telur þau ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni enda er í greinargerð gildandi deiliskipulags (kafli 2.4.5) fullnægjandi tilvísun í gildandi reglugerð um fráveitur og skolp.

6.5. UST telur æskilegt að deiliskipulagsmörk nái til allrar fráveitulagnar út í sjó.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að breyta afmörkun skipulagssvæðisins á þessu stigi vegna umsagnarinnar.

6.6. UST bendir á mikilvægi þess að fráveitulagnir séu lagðar þar sem þær hafa sem minnst áhrif á sjávarbakka og rýri ekki verndargildi þeirra.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið UST en telur þau ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.


7. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga telur að breyting deiliskipulagsins muni hafa í för með sér verulega neikvæð sjónræn áhrif vegna aukinnar vegghæðar kerja/húsa.

Viðbrögð: Í skipulagstillögunni er heimiluð vegghæð húsa 11,2 m yfir landi og mænishæð er 14,2 m. Hæðarsetning miðar við hagkvæma uppbyggingu búnaðar innanhúss. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur ekki undir sjónarmið Náttúruverndarnefndar um veruleg neikvæð sjónræn áhrif vegna hækkunar húsa og fellst ekki á að breyta heimilaðri byggingarhæð.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku deiliskipulagsbreytingarinnar.

3.Rarik sækir um lóð undir aðveitustöð í landi Snartarstaða

Málsnúmer 202108011Vakta málsnúmer

RARIK, f.h. landeiganda, óskar eftir samþykki fyrir stofnun 2.400 m² lóðar undir nýja aðveitustöð RARIK í landi Snartarstaða við Kópasker. Meðfylgjandi erindi er hnitsett lóðarblað. Aðveitustöð hefur til langs tíma staðið í landi Brekku, en ákveðið hefur verið að flytja hana inn í land Snartarstaða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

4.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi gistingar v/ Garðarsbraut 15D

Málsnúmer 202105093Vakta málsnúmer

Sýslumaður óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar (fl. II) í íbúð 0202 að Garðarsbraut 15d. Erindi þar að lútandi var áður tekið fyrir í ráðinu 25. maí s.l. en þá frestað þar sem ekki lá fyrir umsögn/samþykki húsfélags. Meðfylgjandi er nú skriflegt samþykki flestra meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi undirskriftir meðeigenda fullnægjandi til sinnar afgreiðslu. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.

5.Framkvæmdaáætlun 2021

Málsnúmer 202009032Vakta málsnúmer

Staða verkefna á framkvæmdaáætlun 2021
Lagt fram til kynningar.

6.Bréf frá Garðvík ehf. vegna Rammasamnings

Málsnúmer 202108002Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf frá Garðvík ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu.

7.Tillaga um gróðursetningu í lúpínubreiður

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga frá Hjálmari Boga um gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í kringum Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við Skógræktarfélag Húsavíkur og kanna möguleika á samstarfi um gróðursetningu trjáplantna í lúpínubreiður í landi Húsavíkur.

8.Sorpmóttaka Raufarhöfn

Málsnúmer 202002028Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá starfsmönnum áhaldahúss Raufarhafnar um umgengni um sorpmóttökustöð Raufarhafnar.
Kristinn Lund leggur til að sorpmóttakan á Raufarhöfn verði opin miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-17. Einnig verði opið á laugardögum frá kl.12-14. Starfsmaður á vegum sveitarfélagsins verði á staðnum til að leiðbeina fólki á opnunartíma. Tillagan tekur gildi 1. september 2021.
Samþykkt samhljóða.

9.Styrkvegir 2021

Málsnúmer 202107049Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur bréf frá Vegagerðinni um úthlutun styrkvegafés fyrir árið 2021.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að framkvæma fyrir úthlutuðum styrk úr Styrkvegasjóði.

10.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Til kynningar er erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

11.Áhyggjur af velferð barna og umferðarhraða

Málsnúmer 202104144Vakta málsnúmer

Eftir ábendingar lögreglu sem teknar voru fyrir á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. júlí 2021 fól ráðið framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðar- og verkáætlun og leggja fyrir ráðið í ágúst.
Skipulags- og framkvæmaráð samþykkir kostnaðaráætlun og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að framkvæma verkið.

Fundi slitið - kl. 15:30.