Fara í efni

Sýslumaðurinn á Norðulandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi gistingar v/ Garðarsbraut 15D

Málsnúmer 202105093

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 98. fundur - 25.05.2021

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar (flokkur II) í íbúð 0203 að Garðarsbraut 15D (F2152563).
Skipulags- og framkvæmdaráð telur sig ekki í stöðu til að veita jákvæða umsögn um erindið þar sem ekki liggur fyrir umsögn/samþykki húsfélags fyrir atvinnustarfsemi í eigninni (sbr. 1. mgr. 27 gr. laga um fjöleignahús).

Skipulags- og framkvæmdaráð - 103. fundur - 10.08.2021

Sýslumaður óskar umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar (fl. II) í íbúð 0202 að Garðarsbraut 15d. Erindi þar að lútandi var áður tekið fyrir í ráðinu 25. maí s.l. en þá frestað þar sem ekki lá fyrir umsögn/samþykki húsfélags. Meðfylgjandi er nú skriflegt samþykki flestra meðeigenda í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirliggjandi undirskriftir meðeigenda fullnægjandi til sinnar afgreiðslu. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita sýslumanni jákvæða umsögn um erindið.