Fara í efni

Ósk um samþykki fyrir breyttri afmörkun íbúðarhúsalóðar Steinholts í Reykjahverfi

Málsnúmer 202105061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 97. fundur - 11.05.2021

Landeigendur og lóðarhafar að Steinholti (L174411) í Reykjahverfi óska eftir samþykki fyrir hnitsetningu lóðarinnar skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Á lóðarblaði er afmörkuð 4.705 m² lóð en þinglýst lóð skv. lóðarleigusamningi er 30.000 m². Miðað er við að sá hluti núverandi lóðar sem lendir utan nýrra lóðarmarka falli aftur til upprunajarðarinnar, Þverár. Ennfremur er óskað heimildar til að skipta lóðinni út úr jörðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný afmörkun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði samþykkt að lóðinni megi skipta út úr jörðinni.

Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021

Á 97. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að ný afmörkun lóðarinnar verði samþykkt og jafnframt verði samþykkt að lóðinni megi skipta út úr jörðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.