Fara í efni

Kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ í Reykjahverfi

Málsnúmer 202104137

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Tilboð í fasteignina Heiðarbæ á Reykjahverfi hefur borist frá Garðaræktarfélagi Reykhverfinga hf, sem er lóðarhafi hússins. Húsið er í meirihlutaeigu Norðurþings, aðrir eigendur eru Kvennfélag Reykhverfinga og Ungmennafélagið Reykhverfingur. Fyrir byggðarráði liggur sömuleiðis verðmat eignarinnar frá LögEign ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hug meðeigenda til sölu á eigninni og óskar eftir því að afstaða þeirra liggi fyrir eigi síðar en 4. maí. Sömuleiðis er sveitarstjóra falið að senda niðurstöðu þessa fundar til umræðu í Hverfisráði Reykjahverfis.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs þegar afstaða meðeigenda liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Á 360. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hug meðeigenda til sölu á eigninni og óskar eftir því að afstaða þeirra liggi fyrir eigi síðar en 4. maí. Sömuleiðis er sveitarstjóra falið að senda niðurstöðu þessa fundar til umræðu í Hverfisráði Reykjahverfis.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs þegar afstaða meðeigenda liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem undirritaður hefur ekki atkvæðisrétt í byggðarráði, legg ég fram eftirfarandi bókun. Fyrir liggur tilboð í hlutadeildareign (ca 85%) sveitarfélagsins Norðurþings. Um er að ræða félagsheimilið Heiðarbæ í Reykjahverfi. Eins og flestum er kunnugt þá hefur þar verið rekin ferðaþjónusta um all langt skeið, af miklum myndarskap. Gisting, veitingaþjónusta, sundlaug og tjaldstæði. Sveitarfélagið auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstrinum og bárust þrjá áhugaverðar umsóknir, sem er gleðiefni. Nú bregður svo við að kauptilboð kemur í eign sem ekki hefur verið auglýst eða tekin ákvörðun um að selja, allt gott um það. Undir málinu liggur verðmat (ekki liggur fyrir hver bað um það, né hver fyrir það greiddi) frá 26. apríl sl. og degi síðar kemur inn verðtilboð upp á sömu fjárhæð og verðmatið. Húsnæðið sem um ræðir er um 511 fermetrar að stærð og er tilboð í eignina 20 milljónir króna eða 39,139 krónur á fermetra. Brunabótamat er 176,6 milljónir og fasteignamat 36,9 milljónir (þar af lóðarmat að upphæð 5,8 milljónir).
Samantekt má sjá í meðfylgjandi töflu: 
Lýsing:/     M.kr./   % af Brunabótamati/       % af Fasteignamati
Brunabótamat:/      176,6/      100,0%/                478,6%/
Fasteignamat:/       36,9/       20,9%/                100,0%/
Verðmat:/    20,0/       11,3%/                 54,2%/
Tilboð:/     20,0/       11,3%/                 54,2%/               

Undirritaður leggur eftirfarandi athugasemdir til umhugsunnar, gefið að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði. Fyrir það fyrsta er það mat undirritaðs að tilboð í eignina (og verðmatið) er langt undir eðlilegu verði, eins og sjá má á umsögnum um málið. Verði tilboðið samþykkt er í raun og veru verið að gjaldfella verðmæti eigna utan og í nær umhverfi Húsavíkur. Í öðru lagi er nauðsynlega að skoða hvort það standist skoðun út frá stjórnsýslulegum forsendum að selja eignina án þess að aðrir aðilar geti gert tilboð. Í þriðja lagi er ekki hægt að segja að framkoma við þá sem lögðu á sig að bjóða í reksturinn sé ásættaleg. Í fjórða lagi er rétt að benda á að Félagsheimili og þar með Heiðarbær var byggður fyrir fjármagn frá ríki og sveitarfélögum auk mikils sjálfboðastarfs frá nærsamfélaginu með það að markmiði að efla félags- og menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
Bergur Elías Ágústsson.

Tillaga:
Helena Eydís leggur til að andvirði sölu Heiðarbæjar, að frádregnum gjöldum vegna sölunnar, verði varið til verkefna í Reykjahverfi og að óskað verði eftir hugmyndum frá hverfisráði Reykjahverfis um verkefni.
Kolbrún Ada og Kristján Friðrik samþykkja tllöguna.
Benóný tekur undir tillögu Helenu.

Helena leggur fram eftirfarandi bókun:
Í afstöðu hverfisráðs Reykjahverfis, stjórnar UMFR og Kvenfélags Reykjahverfis kemur fram það álit að hvort tveggja verðmat og kaupverð Heiðarbæjar þyki lágt m.a. í ljósi fasteignamats. Rétt er að fram komi að verðmat er framkvæmt af löggildum fasteignasala og tekur mið af ástandi eignarinnar. Jafnframt að Heiðarbær stendur á eignarlóð Garðyrkjufélags Reykhverfunga og því er einungis um að ræða fasteignamat án lóðamats.
Heiðarbær hefur notið þess að afnot af heitu vatni hafa verið gjaldfrjáls samkvæmt samningi við Garðyrkjufélagið og miðuðust þau afnot við eðlilega notkun fyrir félagsheimilið. Með tilkomu annars vegar samkomusalar og hins vegar sundlaugar við Heiðarbæ má segja að þær forsendur hafi brostið og að frá árinu 1992 hafi notkun verið umfram það sem samningar heimiluðu án þess að samið væri sérstaklega um aukin afnot. Þá hefur Garðræktarfélagið samkvæmt þinglýstum samningum forkaupsrétt að eignunum. Norðurþingi (og áður Reykjahreppi) hefði því ekki verið og er ekki unnt að selja eignirnar nema að undangengnum kaupum á lóð undir þær eða með því að selja þær þeim aðila sem á landið og nú er ætlunin að selja eignirnar.

Benóný, Kolbrún Ada og Kristján Friðrik taka undir bókun Helenu.

Bergur óskar bókað:
Tel rétt, eins og fram kemur í bókun Helenu að um forkaupsrétt sé að ræða. Því ber að taka ákvörðun um að selja eignina og fá eðlilegt verðmat, sem kaupandi getur þá gengið inní samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.


Sveitarstjórn Norðurþings - 113. fundur - 18.05.2021

Hjálmar Bogi óskar eftir að málið sem var tekið fyrir á 361. fundi byggðarráðs verði tekið fyrir sem sér dagskrárliður á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Hrund, Kristján Þór, Bergur, Silja og Kolbrún Ada.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu;
Með vísan til bókunar minnar í byggðarráði og ekki síst í ljósi dapurlegrar málsmeðferðar á eign íbúa sveitarfélagsins legg ég fram að sölu á Félagsheimilinu Heiðarbæ fyrir um 39 þúsund krónur á fermetra verði hafnað.

Tillaga Bergs er felld með atkvæðum Birnu, Helenu, Kolbrúnar Ödu, Kristjáns Þórs, Kristjáns Friðriks og Silju.
Bergur, Bylgja og Hrund greiddu atkvæðu með tillögunni.

Kristján Þór leggur fram eftifarandi bókun;
Fyrir liggur afstaða íbúafundar í Reykjahverfi frá apríl 2018 þar sem fundargestir voru sammála um nauðsyn þess að íbúar í Reykjahverfi hefðu aðgang að sal og félagsaðstöðu í Heiðarbæ. Jafnframt að eignarhald verði óbreytt eða á höndum aðila með lögheimili í Reykjahverfi. Þegar tilboð í Heiðarbæ barst var óskað eftir afstöðu meðeigenda Norðurþings í Heiðarbæ sem og Hverfisráðs Reykjahverfis. Afstaða allra þessara aðila lá fyrir þegar byggðarráð staðfesti að taka tilboði Garðræktarfélags Reykhverfinga í Heiðarbæ. Kvenfélag Reykjahrepps samþykkti söluna á grunni yfirlýsingar Garðræktarfélags um vilja þess til að áfram halda áfram sambærilegri starfsemi og verið hefur í Heiðarbæ sem og að félagsstarf sveitunga hafi þar athvarf. Ungmennafélag Reykhverfinga samþykkti að selja Garðræktarfélagi Reykhverfinga hf. hlut sinn, enda treystir félagið Garðræktarfélaginu betur en nokkrum öðrum til að viðhalda byggingunum, tryggja og treysta áframhaldandi starfsemi í húsinu og að samfélagið hafi áfram í húsinu samkomustað sinn. Hverfisráð telur jákvætt að Garðræktarfélag Reykhverfinga eignist Heiðarbæ, viðhaldi eignum og tryggi íbúum og félagasamtökum áfram sinn samkomustað, svo vitnað sé í fundargerðir framangreindra.
Samkvæmt eignayfirlýsingu þá er Félagsheimilið Heiðarbær skráður umráðandi af lóðinni og hefur einungis afnotarétt af henni. Félagsheimilinu er óheimilt að láta bora eftir vatni á lóð sinni eða nota vatn úr leiðslu frá hitahverum Hveravalla. Þá er því óheimilt að selja, leigja eða veðsetja Heiðarbæ án samþykkis Garðræktarfélagsins. Kvöðin er því afar skýr og erfitt að sjá hvernig komast eigi hjá henni nema Garðræktarfélag Reykhverfinga hefði einfaldlega fellt hana úr gildi. Það er því ekki hægt að selja eignina neinum öðrum en Garðræktarfélagi Reykhverfinga nema með þeirra samþykki. Réttur félagsins er því sterkari en hefðbundinn forkaupsréttur því sala á eigninni er hreint og klárt óheimil án þeirra leyfis.
Í umræðum og afstöðu eigenda hefur komið fram að verðmat hússins sé talið of lágt. Rétt er að árétta annars vegar að engin sambærileg eign er til sölu í sveitarfélaginu þ.e. fasteign á eignarlóð með viðlíka kvöðum og framan hafa verið taldar. Hins vegar að verðmat er framkvæmt af löggiltum fasteignasala og tekur mið af ástandi eignarinnar.
Kjarni málsins er að þegar á reyndi og tilboð barst frá Garðræktarfélaginu, samþykktu allir eigendur hússins söluna og tóku tilboði Garðræktarfélagsins.
Birna, Helena, Kolbrún Ada, Kristján Friðrik og Silja taka undir bókun Kristjáns Þórs.

Bergur óskar þess að bókunin hans varðandi málið á 361. fundi byggðarráðs verði færð hér til bókunar;
Þar sem undirritaður hefur ekki atkvæðisrétt í byggðarráði, legg ég fram eftirfarandi bókun. Fyrir liggur tilboð í hlutadeildareign (ca 85%) sveitarfélagsins Norðurþings. Um er að ræða félagsheimilið Heiðarbæ í Reykjahverfi. Eins og flestum er kunnugt þá hefur þar verið rekin ferðaþjónusta um all langt skeið, af miklum myndarskap. Gisting, veitingaþjónusta, sundlaug og tjaldstæði. Sveitarfélagið auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstrinum og bárust þrjá áhugaverðar umsóknir, sem er gleðiefni. Nú bregður svo við að kauptilboð kemur í eign sem ekki hefur verið auglýst eða tekin ákvörðun um að selja, allt gott um það. Undir málinu liggur verðmat (ekki liggur fyrir hver bað um það, né hver fyrir það greiddi) frá 26. apríl sl. og degi síðar kemur inn verðtilboð upp á sömu fjárhæð og verðmatið. Húsnæðið sem um ræðir er um 511 fermetrar að stærð og er tilboð í eignina 20 milljónir króna eða 39,139 krónur á fermetra. Brunabótamat er 176,6 milljónir og fasteignamat 36,9 milljónir (þar af lóðarmat að upphæð 5,8 milljónir).
Samantekt má sjá í meðfylgjandi töflu:
Lýsing:/ M.kr./ % af Brunabótamati/ % af Fasteignamati
Brunabótamat:/ 176,6/ 100,0%/ 478,6%/
Fasteignamat:/ 36,9/ 20,9%/ 100,0%/
Verðmat:/ 20,0/ 11,3%/ 54,2%/
Tilboð:/ 20,0/ 11,3%/ 54,2%/

Undirritaður leggur eftirfarandi athugasemdir til umhugsunnar, gefið að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði. Fyrir það fyrsta er það mat undirritaðs að tilboð í eignina (og verðmatið) er langt undir eðlilegu verði, eins og sjá má á umsögnum um málið. Verði tilboðið samþykkt er í raun og veru verið að gjaldfella verðmæti eigna utan og í nær umhverfi Húsavíkur. Í öðru lagi er nauðsynlega að skoða hvort það standist skoðun út frá stjórnsýslulegum forsendum að selja eignina án þess að aðrir aðilar geti gert tilboð. Í þriðja lagi er ekki hægt að segja að framkoma við þá sem lögðu á sig að bjóða í reksturinn sé ásættaleg. Í fjórða lagi er rétt að benda á að Félagsheimili og þar með Heiðarbær var byggður fyrir fjármagn frá ríki og sveitarfélögum auk mikils sjálfboðastarfs frá nærsamfélaginu með það að markmiði að efla félags- og menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
Bergur Elías Ágústsson.
Bylgja og Hrund taka undir bókun Bergs.