Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

361. fundur 06. maí 2021 kl. 08:30 - 11:45 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.
Örlygur Hnefill Örlygsson sat fundinn undir lið 1.
Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Hinrik Arnar Hjörleifsson rekstrar- og gæðastjóri á verslanasviði sem sinnir verslunum Húsasmiðjunnar á landsbyggðinni sátu fundinn undir lið 2.
Daníel Annisius og Heiðar Hrafn Halldórsson frá Húsavíkurstofu sátu fundinn undir lið 3.
Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi sat fundinn undir lið 9.

1.Umfjöllun um Húsavík tengt Óskarsverðlaununum - mat á dreifingu og áhrifum

Málsnúmer 202105017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur samantekt á þeirri umfjöllun sem Húsavík fékk í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Á fund byggðarráðs kemur Örlygur Hnefill Örlygsson og fer yfir helstu umfjallanir, þýðingu þeirra og möguleika til kynningar á Húsavík í framhaldinu.
Byggðarráð þakkar Örlygi fyrir komuna inn á fundinn og yfirferð yfir umfjöllun um Óskarsherferðina.
Byggðarráð óskar öllum sem komu að verkefninu til hamingju með afraksturinn og þakkar þeim þeirra framlag.

2.Samtal byggðarráðs við forsvarsmenn Húsasmiðjunnar ehf.

Málsnúmer 202103043Vakta málsnúmer

Á 356. fundi byggðarráðs var til umræðu staða verslunar og þjónustu á Húsavík, á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.

Á fund byggðarráðs koma Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Hinrik Arnar Hjörleifsson rekstrar- og gæðastjóri á verslanasviði sem sinnir verslunum Húsasmiðjunnar á landsbyggðinni.


Byggðarráð þakkar Guðrúnu Tinnu og Hinriki Arnari fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um verslanarekstur á Húsavík.

3.Fréttabréf Húsavíkurstofu 2021

Málsnúmer 202103052Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði liggur fréttabréf apríl mánaðar frá Húsavíkurstofu.
Á fund byggðarráðs koma Daníel Annisius og Heiðar Hrafn Halldórsson frá Húsavíkurstofu.
Byggðarráð þakkar þeim Daníel og Heiðari fyrir komuna á fundinn og fyrir upplýsingar um starfið framundan hjá Húsavíkurstofu.

4.Beiðni um aðkomu Norðurþings að undanþágu á löndunarskyldu í heimabyggð

Málsnúmer 202105003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Birni Jónssyni f.h. Útgerðarfélagsins Röðuls ehf., Herði Þorgeirssyni f.h. Ránar ehf., Snorra Sturlusyni f.h. Útgerðarfélagsins Ugga ehf. og Jóni Tr. Árnasyni f.h. Æðaskers ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið fari þess á leit við sjávarvútvegráðuneytið að gerð verði undanþága á löndunarskyldu til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2020/2021 og landanir muni teljast til viðmiðurnar vegna byggðakvóta 2019/2020 sem úthlutað verður á fiskveiðiárinu 2020/2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir undanþágu við sjávarútvegsráðurneytið í samræmi við ofangreinda beiðni, fyrir þetta fiskveiðiár.

5.Kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ í Reykjahverfi

Málsnúmer 202104137Vakta málsnúmer

Á 360. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að kanna hug meðeigenda til sölu á eigninni og óskar eftir því að afstaða þeirra liggi fyrir eigi síðar en 4. maí. Sömuleiðis er sveitarstjóra falið að senda niðurstöðu þessa fundar til umræðu í Hverfisráði Reykjahverfis.
Málið verður aftur tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs þegar afstaða meðeigenda liggur fyrir.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð.

Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Þar sem undirritaður hefur ekki atkvæðisrétt í byggðarráði, legg ég fram eftirfarandi bókun. Fyrir liggur tilboð í hlutadeildareign (ca 85%) sveitarfélagsins Norðurþings. Um er að ræða félagsheimilið Heiðarbæ í Reykjahverfi. Eins og flestum er kunnugt þá hefur þar verið rekin ferðaþjónusta um all langt skeið, af miklum myndarskap. Gisting, veitingaþjónusta, sundlaug og tjaldstæði. Sveitarfélagið auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka við rekstrinum og bárust þrjá áhugaverðar umsóknir, sem er gleðiefni. Nú bregður svo við að kauptilboð kemur í eign sem ekki hefur verið auglýst eða tekin ákvörðun um að selja, allt gott um það. Undir málinu liggur verðmat (ekki liggur fyrir hver bað um það, né hver fyrir það greiddi) frá 26. apríl sl. og degi síðar kemur inn verðtilboð upp á sömu fjárhæð og verðmatið. Húsnæðið sem um ræðir er um 511 fermetrar að stærð og er tilboð í eignina 20 milljónir króna eða 39,139 krónur á fermetra. Brunabótamat er 176,6 milljónir og fasteignamat 36,9 milljónir (þar af lóðarmat að upphæð 5,8 milljónir).
Samantekt má sjá í meðfylgjandi töflu: 
Lýsing:/     M.kr./   % af Brunabótamati/       % af Fasteignamati
Brunabótamat:/      176,6/      100,0%/                478,6%/
Fasteignamat:/       36,9/       20,9%/                100,0%/
Verðmat:/    20,0/       11,3%/                 54,2%/
Tilboð:/     20,0/       11,3%/                 54,2%/               

Undirritaður leggur eftirfarandi athugasemdir til umhugsunnar, gefið að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði. Fyrir það fyrsta er það mat undirritaðs að tilboð í eignina (og verðmatið) er langt undir eðlilegu verði, eins og sjá má á umsögnum um málið. Verði tilboðið samþykkt er í raun og veru verið að gjaldfella verðmæti eigna utan og í nær umhverfi Húsavíkur. Í öðru lagi er nauðsynlega að skoða hvort það standist skoðun út frá stjórnsýslulegum forsendum að selja eignina án þess að aðrir aðilar geti gert tilboð. Í þriðja lagi er ekki hægt að segja að framkoma við þá sem lögðu á sig að bjóða í reksturinn sé ásættaleg. Í fjórða lagi er rétt að benda á að Félagsheimili og þar með Heiðarbær var byggður fyrir fjármagn frá ríki og sveitarfélögum auk mikils sjálfboðastarfs frá nærsamfélaginu með það að markmiði að efla félags- og menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
Bergur Elías Ágústsson.

Tillaga:
Helena Eydís leggur til að andvirði sölu Heiðarbæjar, að frádregnum gjöldum vegna sölunnar, verði varið til verkefna í Reykjahverfi og að óskað verði eftir hugmyndum frá hverfisráði Reykjahverfis um verkefni.
Kolbrún Ada og Kristján Friðrik samþykkja tllöguna.
Benóný tekur undir tillögu Helenu.

Helena leggur fram eftirfarandi bókun:
Í afstöðu hverfisráðs Reykjahverfis, stjórnar UMFR og Kvenfélags Reykjahverfis kemur fram það álit að hvort tveggja verðmat og kaupverð Heiðarbæjar þyki lágt m.a. í ljósi fasteignamats. Rétt er að fram komi að verðmat er framkvæmt af löggildum fasteignasala og tekur mið af ástandi eignarinnar. Jafnframt að Heiðarbær stendur á eignarlóð Garðyrkjufélags Reykhverfunga og því er einungis um að ræða fasteignamat án lóðamats.
Heiðarbær hefur notið þess að afnot af heitu vatni hafa verið gjaldfrjáls samkvæmt samningi við Garðyrkjufélagið og miðuðust þau afnot við eðlilega notkun fyrir félagsheimilið. Með tilkomu annars vegar samkomusalar og hins vegar sundlaugar við Heiðarbæ má segja að þær forsendur hafi brostið og að frá árinu 1992 hafi notkun verið umfram það sem samningar heimiluðu án þess að samið væri sérstaklega um aukin afnot. Þá hefur Garðræktarfélagið samkvæmt þinglýstum samningum forkaupsrétt að eignunum. Norðurþingi (og áður Reykjahreppi) hefði því ekki verið og er ekki unnt að selja eignirnar nema að undangengnum kaupum á lóð undir þær eða með því að selja þær þeim aðila sem á landið og nú er ætlunin að selja eignirnar.

Benóný, Kolbrún Ada og Kristján Friðrik taka undir bókun Helenu.

Bergur óskar bókað:
Tel rétt, eins og fram kemur í bókun Helenu að um forkaupsrétt sé að ræða. Því ber að taka ákvörðun um að selja eignina og fá eðlilegt verðmat, sem kaupandi getur þá gengið inní samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum.


6.Rekstur ferðaþjónustu í Heiðarbæ 2021

Málsnúmer 202101133Vakta málsnúmer

Á 360. fundi byggðarráðs voru til umfjöllunar umsóknir áhugasamra um rekstur i Heiðarbæ, Reykjahverfi sumarið 2021.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ.
Í miðju umsóknarferlinu breyttust forsendur sveitarfélagsins þegar tilboð barst í Heiðarbæ sem leiddi til sölu á eigninni. Rekstur Heiðarbæjar verður því á höndum nýrra eigenda á komandi sumri. Ekki verður því af því að Norðurþing semji við umsækjendur um reksturinn.
Byggðarráð þakkar umsækjendum fyrir vandaðar umsóknir og áhuga á að taka að sér rekstur Heiðarbæjar. Ljóst er að allir umsækjendur hefðu leyst það verkefni svo sómi væri að.


Undirritaður vísar til bókunar sinnar í máli númer 5.
Bergur Elías Ágústsson


7.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins að fjölgun sumarstarfa á austursvæði Norðurþings

Málsnúmer 202102136Vakta málsnúmer

Á 356. fundi byggðarráðs var bókað;
Sveitarfélagið hefur nú þegar auglýst eftir starfsmönnum til sumarstarfa. Þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvort sumarstörfum á vegum sveitarfélagsins verður fjölgað.
Nú liggja fyrir upplýsingar um umsóknir um sumarstörf á austursvæðinu og gefa þær ekki til kynna þörf fyrir ný tímabundin störf á vegum sveitarfélagsins að svo stöddu.
Byggðarráð heimilar sveitarstjóra að ráða í eitt til tvö störf á svæðinu í gegnum átak Vinnumálastofnunar breytist forsendur á næstu vikum.

8.Beiðni um niðurfellingu sorphirðugjalds 2021 - Iðavellir 6

Málsnúmer 202104116Vakta málsnúmer

Á 360. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar sem beiðni um að sorpílát verði fjarlægð frá eigninni og innlagningu á klippikorti fylgir ekki umsókn samanber reglur sveitarfélagsins um niðurfellingu sorphirðugjalda.

Beiðni um að sveitarfélagið fjarlægi sorpílát frá Iðavöllum 6 hefur nú borist.
Byggðarráð samþykkir að fella niður sorphirðugjöld á eigninni Iðavöllum 6.

9.Skúlagarður-fasteignafélag ehf. - lausafjárstaða félagsins

Málsnúmer 202105006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. varðandi lausafjárstöðu félagsins. Óskar félagið eftir aðkomu Norðurþings við að greiða útistandandi reikninga og að sveitarfélagið leggi félaginu til 2.000.000 króna tímabundið.
Á fund byggðarráðs kemur Charlotta Englund atvinnu- og samfélagsfulltrúi.
Byggðarráð samþykkir að lána Skúlagarði-fasteignafélagi ehf. 2.000.000 króna til allt að sex mánaða.
Sveitarstjóra er falið að útbúa lánasamning og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.

10.Leikfélag Framhaldsskólans á Laugum - styrkbeiðni

Málsnúmer 202103064Vakta málsnúmer

Á 357. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Framhaldsskólans á Laugum þar sem óskað er eftir styrk til uppsetningar á leikritinu Bugsy Malone.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð frestar erindinu í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Byggðarráð samþykkir styrk að fjárhæð 15.000 krónur til Leikfélags Framhaldsskólans á Laugum.

11.Leikfélag Húsavíkur - Beiðni um styrk vegna COVID-19

Málsnúmer 202105010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Leikfélagi Húsavíkur þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 500.000 krónur vegna erfiðleika í rekstri félagsins í tengslum við COVID-19.
Benóný víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Leikfélag Húsavíkur um 500.000 krónur.

12.Vinabæjarbeiðni frá Woodstock

Málsnúmer 202105008Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Mathew Parkinson, Woodstock Town Mayor, um vinabæjartengsl við Húsavík.
Byggðarráð hafnar beiðninni að svo stöddu og felur sveitarstjóra að svara erindinu.

13.Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19 sumarið 2021

Málsnúmer 202104027Vakta málsnúmer

Á 359. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidagana fyrir íbúa Norðurþings til umsóknar á sama hátt og gert var á síðasta ári. Byggðarráð mun draga úr umsóknum verði þær fleiri en þeir dagar sem eru í boði.

Umsóknarfrestur er liðinn og bárust 10 umsóknir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna umsækjendum um úthlutun veiðidaga í Litluárvötnum.

14.XXXVI Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202101136Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á XXXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 21. maí nk. Þingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík ef aðstæður leyfa.
Lagt fram til kynningar.

15.Málþing um sameiningu sveitarfélaga

Málsnúmer 202105015Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til málþings um sameiningu Sveitarfélaga á Teams föstudaginn 7. maí kl. 8:30 - 10:00. Málþingið er öllum opið.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl 2021.
Byggðarráð tekur undir bókun Sambandsins um rekstur hjúkrunarheimila.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202102130Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 46. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 16. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

18.Félagsmálaráðuneytið: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2021

Málsnúmer 202104135Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fjöleignarhús (rafrænir húsfundir og fjölbreytt húsnæði), 748. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. maí nk.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/1270.html
Lagt fram til kynningar.

19.Kauptilboð í Garðarsbraut 83 - íbúð 0302

Málsnúmer 202104128Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð frá Hermóði Jóni Hilmarssyni í fasteignina Garðarsbraut 83, íbúð 302 að fjárhæð 15.000.000 krónur.
Ásett verð eignarinnar er 17.500.000 krónur.
Byggðarráð gerir gagntilboð að fjárhæð 16,5 milljónir.

Bergur Elías óskar bókað:
Til upplýsingar þá er kauptilboð 254 þúsund á fermetra.

20.Umhverfis- og samgöngunefnd: Drög að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

Málsnúmer 202105021Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur vinnuskjal með drögum að breytingum á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga
(lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), sem Umhverfis- og samgöngunefnd er að vinna með.

Í drögunum er leitast við að ná málamiðlun milli ólíkra sjónarmiða varðandi málið án þess að missa sjónar að markmiðinu sem sett var fram í
þingsályktun nr. 21/150, um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033.

Nefndin stefnir að því að taka málið aftur á dagskrá 12. maí og því væri hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum fram að þeim tíma.


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.