Fara í efni

Beiðni um aðkomu Norðurþings að undanþágu á löndunarskyldu í heimabyggð

Málsnúmer 202105003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Birni Jónssyni f.h. Útgerðarfélagsins Röðuls ehf., Herði Þorgeirssyni f.h. Ránar ehf., Snorra Sturlusyni f.h. Útgerðarfélagsins Ugga ehf. og Jóni Tr. Árnasyni f.h. Æðaskers ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið fari þess á leit við sjávarvútvegráðuneytið að gerð verði undanþága á löndunarskyldu til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2020/2021 og landanir muni teljast til viðmiðurnar vegna byggðakvóta 2019/2020 sem úthlutað verður á fiskveiðiárinu 2020/2021.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir undanþágu við sjávarútvegsráðurneytið í samræmi við ofangreinda beiðni, fyrir þetta fiskveiðiár.

Byggðarráð Norðurþings - 397. fundur - 25.05.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Birni Jónssyni f.h. Útgerðarfélagsins Röðuls ehf., Herði Þorgeirssyni f.h. Ránar ehf., Snorra Sturlusyni f.h. Útgerðarfélagsins Ugga ehf. og Jóni Tr. Árnasyni f.h. Æðaskers ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið fari þess á leit við sjávarvútvegráðuneytið að gerð verði undanþága á löndunarskyldu til vinnslu í heimabyggð með hrognkelsi fiskveiðiárið 2021/2022 og landanir muni teljast til viðmiðurnar vegna byggðakvóta 2020/2021 sem úthlutað verður á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir undanþágu við matvælaráðuneytið í samræmi við ofangreinda beiðni fyrir þetta fiskveiðiár.