Fara í efni

Nýting veiðidaga hjá Veiðifélagi Litluárvatna vegna COVID-19 sumarið 2021

Málsnúmer 202104027

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 359. fundur - 15.04.2021

Fyrir liggur að eigendum Veiðifélags Litluárvatna stendur til boða að nýta veiðidaga í samræmi við eignarhlut sinn vegna fyrirséðrar minni aðsóknar á komandi sumri. Norðurþing hefur vegna þessa 10 stangir til úthlutunar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidagana fyrir íbúa Norðurþings til umsóknar á sama hátt og gert var á síðasta ári. Byggðarráð mun draga úr umsóknum verði þær fleiri en þeir dagar sem eru í boði.

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Á 359. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa veiðidagana fyrir íbúa Norðurþings til umsóknar á sama hátt og gert var á síðasta ári. Byggðarráð mun draga úr umsóknum verði þær fleiri en þeir dagar sem eru í boði.

Umsóknarfrestur er liðinn og bárust 10 umsóknir.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að tilkynna umsækjendum um úthlutun veiðidaga í Litluárvötnum.