Fara í efni

Umfjöllun um Húsavík tengt Óskarsverðlaununum - mat á dreifingu og áhrifum

Málsnúmer 202105017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Fyrir byggðarráði liggur samantekt á þeirri umfjöllun sem Húsavík fékk í tengslum við Óskarstilnefningu lagsins Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Á fund byggðarráðs kemur Örlygur Hnefill Örlygsson og fer yfir helstu umfjallanir, þýðingu þeirra og möguleika til kynningar á Húsavík í framhaldinu.
Byggðarráð þakkar Örlygi fyrir komuna inn á fundinn og yfirferð yfir umfjöllun um Óskarsherferðina.
Byggðarráð óskar öllum sem komu að verkefninu til hamingju með afraksturinn og þakkar þeim þeirra framlag.