Fara í efni

Samtal byggðarráðs við forsvarsmenn Húsasmiðjunnar ehf.

Málsnúmer 202103043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Á 356. fundi byggðarráðs var til umræðu staða verslunar og þjónustu á Húsavík, á fundinum var bókað;
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.

Á fund byggðarráðs koma Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Hinrik Arnar Hjörleifsson rekstrar- og gæðastjóri á verslanasviði sem sinnir verslunum Húsasmiðjunnar á landsbyggðinni.


Byggðarráð þakkar Guðrúnu Tinnu og Hinriki Arnari fyrir komuna á fundinn og gagnlegar umræður um verslanarekstur á Húsavík.