Fara í efni

Rekstur ferðaþjónustu í Heiðarbæ 2021

Málsnúmer 202101133

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 351. fundur - 28.01.2021

Fyrir liggur að leigusamningur við núverandi rekstraraðila félagsheimilisins Heiðarbæjar er útrunninn og því þarf að taka afstöðu til nýtingu hússins og tjaldsvæðisins á komandi sumri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að reka tjaldsvæði og ferðaþjónustutengda starfsemi í félagsheimlisinu Heiðarbæ, til allt að þriggja ára.

Byggðarráð Norðurþings - 360. fundur - 29.04.2021

Fyrir skemmstu var opnað fyrir umsóknir áhugasamra um rekstur í Heiðarbæ, Reykjahverfi sumarið 2021. Undanfarin ár hefur þar verið rekin ferðaþjónusta í formi tjaldsvæðis, veitingasölu og sundlaugar. Alls sóttust þrír aðilar/hópar eftir því að taka húseignina á leigu og halda úti rekstri í sumar á svipuðum nótum og verið hefur undanfarin ár. Sveitarstjóri ásamt umsjónarmanni fasteigna á framkvæmdasviði Norðurþings önnuðust yfirferð umsókna og tóku viðtöl við umsækjendur. Fyrir byggðarráði liggur að taka ákvörðun um það með hvaða hætti verði staðið að ráðningu rekstraraðila. Sveitarstjóri og umsjónarmaður fasteigna gera grein fyrir mati á umsækjendum.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ.

Byggðarráð Norðurþings - 361. fundur - 06.05.2021

Á 360. fundi byggðarráðs voru til umfjöllunar umsóknir áhugasamra um rekstur i Heiðarbæ, Reykjahverfi sumarið 2021.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða liggur fyrir varðandi kauptilboð í fasteignina Heiðarbæ.
Í miðju umsóknarferlinu breyttust forsendur sveitarfélagsins þegar tilboð barst í Heiðarbæ sem leiddi til sölu á eigninni. Rekstur Heiðarbæjar verður því á höndum nýrra eigenda á komandi sumri. Ekki verður því af því að Norðurþing semji við umsækjendur um reksturinn.
Byggðarráð þakkar umsækjendum fyrir vandaðar umsóknir og áhuga á að taka að sér rekstur Heiðarbæjar. Ljóst er að allir umsækjendur hefðu leyst það verkefni svo sómi væri að.


Undirritaður vísar til bókunar sinnar í máli númer 5.
Bergur Elías Ágústsson