Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

465. fundur 23. maí 2024 kl. 08:30 - 10:50 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu á milli Heilbrigðisráðuneytisins og Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík.

Samkvæmt 32. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 34/2012 ber sveitarfélögum að leggja fram 15% kostnaðar við byggingu og búnað hjúkrunarheimila auk lóða. Ráðgert er að breyta þessu ákvæði laganna þannig að 15% framlag sveitarfélaganna falli niður.

Því lýsa sveitarfélögin yfir vilja til að hverfa frá byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík þar sem eignarhald ríkis og sveitarfélags er sameiginlegt, þ.e. 85%/15% og fara í stað þess eftir þeirri leið sem fram kemur í skýrslu fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila, gefin út í nóvember 2023.

Heilbrigðisráðuneytið og ofangreind sveitarfélög sammælast með viljayfirlýsingu þessari um að nýja leiguleiðin verði farin vegna byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík og að fyrirhugaðar lagabreytingar tefji ekki uppbyggingu hjúkrunarheimilisins. Áfram er gert ráð fyrir að nýja Hjúkrunarheimilið rísi að Skálabrekku 21 á Húsavík.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi viljayfirlýsingu og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Gjaldtaka á bílastæðum í miðbænum og á hafnarsvæði

Málsnúmer 202311017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til afgreiðslu eftirfarandi skjöl:
Samþykktir bílastæðasjóðs Norðurþings
Gjaldskrá bílastæðasjóðs
Samningur við Parka Lausnir ehf. um innheimtu bílastæðagjalda með rafrænni greiðslulausn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi skjöl og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Fjárfestingar og viðhald Lundur

Málsnúmer 202404122Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 189. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14. maí sl.
Sökum ástands sundlaugarinnar í Lundi og búnaðar henni tengdri telur Skipulags- og framkvæmdaráð ekki forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald en vísar mögulegri enduruppbyggingu og/eða framtíðar stefnumótun um uppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja til umfjöllunar í Byggðaráði.
Byggðarráð tekur undir bókun skipulags- og framkvæmdaráðs að ekki sé forsvaranlegt að ráðast í frekara viðhald að svo stöddu. Ráðið felur sveitarstjóra að fá uppfærða kostnaðaráætlun vegna byggingar á nýrri sundlaug í Lundi. Kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir þegar ákvörðun er tekin um framtíðaruppbyggingu og viðhald íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.

4.Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Húsavíkur á fund byggðarráðs og fara yfir fyrirhugað uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur.

Þröstur Eysteinsson og Árni Sigurbjarnarson frá Skógræktarfélagi Húsavíkur mættu á fund byggðarráðs kl.09:00 og kynntu uppgræðsluverkefnið Grjóthálsskógar. Skógræktarfélagið óskar eftir viljayfirlýsingu á milli aðila um verkefnið, þ.e. Norðurþings, Lands og skóga, Yggdrasill Carbon og Skógræktarfélags Húsavíkur.

Þröstur og Árni viku af fundi kl. 09:50.
Byggðarráð þakkar Þresti og Árna frá Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir kynninguna og komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa drög að viljayfirlýsingu á milli aðila og vísar málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.

5.Samningur um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202405060Vakta málsnúmer

Á 63. fundi stjórnar SSNE voru lögð fram til samþykktar drög að endurnýjuðum þjónustusamningi SSNE og MN.
Jafnframt voru lögð fram drög að samningi SSNE við sveitarfélögin á Norðurlandi eystra um framlög til reksturs MN. Stjórn bókaði eftirfarandi undir þessum lið:
"Stjórn samþykkir framlögð drög og felur framkvæmdastjóra að skrifa undir þjónustusamninginn fyrir hönd SSNE og senda drög að samningi um framlög til reksturs Markaðsstofu Norðurlands til sveitarfélaganna til umfjöllunar."
Byggðarráð hefur fjallað um samningana og gerir ekki athugasemdir enda ekki um aukin útgjöld sveitarfélaganna að ræða frá því sem nú er.

6.Aðalfundarboð MMÞ 2024

Málsnúmer 202405057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð; boðað er til aðalfundar menningarmiðstöðvar Þingeyinga í Safnahúsinu á Húsavík 30. maí 2024 kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar

7.Aðalfundur Greið leið ehf.2024

Málsnúmer 202405037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð; boðað er til aðalfundar í einkahlutafélaginu Greiðri leið ehf. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. júní í fjarfundi á Teams og hefst fundurinn kl 13:00.
Byggðarráð tilnefnir Katrínu Sigurjónsdóttur til setu á fundinum og Bergþór Bjarnason til vara.

8.Ársreikningur sjávarútvegssveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202405058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að ársreikningi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2023 en reikningurinn er sendur er til kynningar á öll aðildarsveitarfélög samtakanna.

Athugasemdir skulu berast fyrir 22. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.