Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

131. fundur 16. febrúar 2023 kl. 13:00 - 13:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Kristján Friðrik Sigurðsson 2. varamaður
    Aðalmaður: Hafrún Olgeirsdóttir
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Soffía Gísladóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2022-2026

Málsnúmer 202205077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að tilnefna í stjórn Menningarsjóðs Þingeyskra kvenna.
Lagt er til að Rannveig Benediktsdóttir verði aðalmaður og Bylgja Steingrímsdóttir varamaður.
Samþykkt samhljóða.

2.Boð um þátttöku í grænum skrefum

Málsnúmer 202301073Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu barst boð um þátttöku í verkefninu Grænum skrefum SSNE sem snýr að skrifstofum sveitarfélagsins.

Á 419. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð tekur jákvætt í boð um þáttöku í Grænum skrefum SSNE og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa Norðurþings til að vinna að verkefninu.

Byggðarráð vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín og Soffía.

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
Berglind Jóna Þorláksdóttir, stjórnsýslustjóri, verði tengiliður Norðurþings vegna Grænna skrefa SSNE.
Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í Grænum skrefum SSNE.

3.Kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík

Málsnúmer 202104106Vakta málsnúmer

Á 420. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita fyrirliggjandi viðaukasamning. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla-Ríkiseigna, samkvæmt viðaukasamningi er Heilbrigðisráðuneytið verkkaupi 1 og Norðurþing verkkaupi 2.
Byggðarráð vísar viðaukasamningi til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Katrín.

Samþykkt samhljóða.

4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs

Málsnúmer 202208126Vakta málsnúmer

Á 145. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ábendingar sem bárust lúta að afgreiðslu framkvæmdaleyfis fremur en skipulagsbreytingunni sem slíkri. Ráðið telur að athugasemdirnar gefi ekki tilefni til að breyta skipulagstillögunni og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

5.Ósk um stofnun lóðar út úr Klifshaga 1

Málsnúmer 202302009Vakta málsnúmer

Á 146. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti hennar verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

6.Öxarfjarðarskóli - Stytting vinnutíma kennara

Málsnúmer 202301064Vakta málsnúmer

Á 140. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og framkvæmdaráð - 144

Málsnúmer 2301004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 144. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings": Soffía.

Til máls tóku undir lið 6 "Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat": Aldey og Soffía.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 145

Málsnúmer 2301010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 145. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

9.Skipulags- og framkvæmdaráð - 146

Málsnúmer 2302001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 146. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjölskylduráð - 139

Málsnúmer 2301008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 139. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjölskylduráð - 140

Málsnúmer 2301009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 140. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 8 "Samningur vegna skoteldasýningar á Húsavík": Áki, Aldey, Hjálmar, Ingibjörg, Soffía og Eiður.

Áki leggur fram eftirfarandi bókun:
Legg fram hér tillögu um að fjölskylduráð fái þetta erindi inn aftur á sitt borð með það í huga að gera þriggja ára samning við Kiwanisklúbbinn Skjálfanda með ákvæði um endurskoðun þegar umhverfisstefna liggur fyrir hjá Norðurþingi.

Eiður tekur undir bókun Áka.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð - 141

Málsnúmer 2302002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 141. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 10 "Frístund sumarstarfsemi 2023": Aldey og Helena.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

13.Byggðarráð Norðurþings - 418

Málsnúmer 2301007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 418. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Byggðarráð Norðurþings - 419

Málsnúmer 2301011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 419. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Byggðarráð Norðurþings - 420

Málsnúmer 2302003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 420. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 8

Málsnúmer 2301006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 8. fundar stjórnar hafnasjóðs.
Til máls tók undir lið 1 "Lóðarumsóknir á suðurfyllingu": Áki og Katrín.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

17.Orkuveita Húsavíkur ohf - 240

Málsnúmer 2301002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 240. fundar Orkuveita Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:45.