Fara í efni

Boð um þátttöku í grænum skrefum

Málsnúmer 202301073

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 419. fundur - 02.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur boð um þáttöku í verkefninu Grænum skrefum SSNE sem snýr að skrifstofum sveitarfélagsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í boð um þáttöku í Grænum skrefum SSNE og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa Norðurþings til að vinna að verkefninu.
Byggðarráð vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 131. fundur - 16.02.2023

Sveitarfélaginu barst boð um þátttöku í verkefninu Grænum skrefum SSNE sem snýr að skrifstofum sveitarfélagsins.

Á 419. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð tekur jákvætt í boð um þáttöku í Grænum skrefum SSNE og felur sveitarstjóra að tilnefna fulltrúa Norðurþings til að vinna að verkefninu.

Byggðarráð vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín og Soffía.

Sveitarstjóri leggur fram eftirfarandi tillögu:
Berglind Jóna Þorláksdóttir, stjórnsýslustjóri, verði tengiliður Norðurþings vegna Grænna skrefa SSNE.
Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í Grænum skrefum SSNE.