Fara í efni

Millilandaflug á Húsavíkurflugvelli

Málsnúmer 202209069

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Forseti sveitarstjórnar leggur til að sveitarstjórn sendi frá sér eftirfarandi ályktun varðandi millilandaflug um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal;

Sveitarstjórn Norðurþings hvetur stjórnvöld til að láta gera faglegt mat á nýjum millilandaflugvelli á landsbyggðunum. Við jarðhræringar og eldsumbrot á Suðvesturhorni landsins vakna spurningar um flugöryggi á Íslandi. Auk þess er mikilvægt að festa í sessi fleiri gáttir inn í landið og styrkja bæði samgöngur og inniviði. Þá dreifist flugumferð og viðkoma ferðafólks um landið. Einhverjar mestu náttúruperlur landsins má finna í Þingeyjarsýslum og gistirými er gott. Þá er brýnt að hagkvæmnisjónarmið verði látin ráða för.
Til máls tóku: Hjálmar, Áki, Aldey og Helena.

Sveitarstjórn samþykkir ályktunina samhljóða.