Fara í efni

Ósk um samþykki fyrir stofnun tveggja lóða út úr Krossdal

Málsnúmer 202208028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022

Þórarinn Sveinsson, f.h. eigenda Krossdals og Árdals , óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun tveggja lóða, Krossdals 1 og Krossdals 2, út úr sameiginlegu landi jarðanna. Lóðirnar eru stofnaðar utan um íbúðarhús Krossdals. Krossdalur 1 er16.928 m² að flatarmáli en lóð Krossdals 2 er 15.106 m² að flatarmáli. Lóðunum verði skipt út úr jörðunum. Fyrir liggur hnitsett lóðarblað beggja lóða unnið af Salbjörgu Matthíasdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 131. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 23.08.2022, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna tveggja verði samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.