Fara í efni

Umsókn um stækkun lóðar við Uppsalaveg 5

Málsnúmer 202208005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Hallur Þór Hallgrímsson og Unnur Ósk Gísladóttir óska eftir að almenningsbílastæði framan við eign þeirra að Uppsalavegi 5 verði sameinað lóð þeirra. Þau telja að ekki sé lengur þörf fyrir almenningsbílastæði á þessum stað þar sem nálægir lóðarhafar hafa útbúið bílastæði á sínum lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindis.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 133. fundur - 13.09.2022

Lóðarhafar að Uppsalavegi 5 óska eftir að almenn bílastæði framan við lóðina verði felld undir lóðina í ljósi þess að nærliggjandi lóðarhafar hafa útbúið bílastæði á sínum lóðum. Fjallað var um erindið áður á fundi ráðsins 9. ágúst s.l. Þá var afgreiðslu frestað. Nú hefur umsækjandi lagt fram skriflegt samþykki nágranna að Uppsalavegi 3, 4, 6, 7 og 8 fyrir því að almennu bílastæðin framan við Uppsalaveg 5 verði færð undir lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin að Uppsalavegi 5 verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.

Sveitarstjórn Norðurþings - 126. fundur - 22.09.2022

Á 133. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin að Uppsalavegi 5 verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.