Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

133. fundur 13. september 2022 kl. 13:00 - 14:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Stefán Haukur Grímsson varamaður
  Aðalmaður: Soffía Gísladóttir
 • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Áki Hauksson aðalmaður
 • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
 • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-3.

1.Sundlaugin í Lundi 2022

Málsnúmer 202203073Vakta málsnúmer

Á 125. fundi fjölskylduráðs 30. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Bjarka og Filipu fyrir skýrsluna og gott samstarf í sumar.
Ráðið telur brýnt að gerð verði úttekt af fagaðila á ástandi Sundlaugarinnar í Lundi með tilliti til úrbóta. Í núverandi ástandi er óvíst hvort hægt verði að opna laugina næsta sumar og ljóst er að óbreyttu er ekki hægt að halda úti sundkennslu í lauginni. Ráðið vísar málinu til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna grunnúttekt á sundlauginni ásamt grófu kostnaðarmati og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Míla ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á Raufarhöfn

Málsnúmer 202209034Vakta málsnúmer

Míla ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar Raufarhöfn
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdaleyfi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna með tilliti til samlegðaráhrifa á gangstéttarviðgerðum.

3.Norðursíldarhús Höfðabraut, Raufarhöfn

Málsnúmer 202203021Vakta málsnúmer

Skipulags og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um kauptilboð í Höfðabraut 14 á 119. fundi sínum 22, febrúar 2022:

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn um fasteignina og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja eignina á sölu.

4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs

Málsnúmer 202208126Vakta málsnúmer

Efla, f.h. Landsnets, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu. Skipulagslýsingin er sameiginleg fyrir breytingar á aðalskipulögum Norðurþings 2010-2030 og Þingeyjarsveitar 2010-2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.

5.Umsókn um stækkun lóðar við Uppsalaveg 5

Málsnúmer 202208005Vakta málsnúmer

Lóðarhafar að Uppsalavegi 5 óska eftir að almenn bílastæði framan við lóðina verði felld undir lóðina í ljósi þess að nærliggjandi lóðarhafar hafa útbúið bílastæði á sínum lóðum. Fjallað var um erindið áður á fundi ráðsins 9. ágúst s.l. Þá var afgreiðslu frestað. Nú hefur umsækjandi lagt fram skriflegt samþykki nágranna að Uppsalavegi 3, 4, 6, 7 og 8 fyrir því að almennu bílastæðin framan við Uppsalaveg 5 verði færð undir lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin að Uppsalavegi 5 verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.

6.Ósk um leyfi fyrir aðgangsstýringarhliði við PCC á Bakka

Málsnúmer 202209020Vakta málsnúmer

PCC BakkiSilicon hf óskar eftir heimild til að setja upp aðgangsstýringarhlið skammt norðan lóðarmarka eins og nánar er sýnt á meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

7.Gatnagerð að nýjum golfskála

Málsnúmer 201810006Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir kostnaðaráætlun á yfirborðsfrágangi á nýjum veg að golfskála
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í yfirborðsfrágang og að kostnaður fari af framkvæmdafé ársins 2022.

8.Ósk um úthlutun lóðar undir hótel og fimm skála við Golfvöllinn á Húsavík

Málsnúmer 202209033Vakta málsnúmer

Góð hótel ehf. óska eftir lóð B á deiliskipulagi V3 við golfvöllinn á Húsavík undir uppbyggingu hótels. Ætlunin er að reisa á lóðinni tveggja hæða hótel með allt að 60 herbergjum auk fimm gistiskála til samræmis við heimildir í deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.

Fundi slitið - kl. 14:00.