Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Sundlaugin í Lundi 2022
202203073
Á 125. fundi fjölskylduráðs 30. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Bjarka og Filipu fyrir skýrsluna og gott samstarf í sumar.
Ráðið telur brýnt að gerð verði úttekt af fagaðila á ástandi Sundlaugarinnar í Lundi með tilliti til úrbóta. Í núverandi ástandi er óvíst hvort hægt verði að opna laugina næsta sumar og ljóst er að óbreyttu er ekki hægt að halda úti sundkennslu í lauginni. Ráðið vísar málinu til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Ráðið telur brýnt að gerð verði úttekt af fagaðila á ástandi Sundlaugarinnar í Lundi með tilliti til úrbóta. Í núverandi ástandi er óvíst hvort hægt verði að opna laugina næsta sumar og ljóst er að óbreyttu er ekki hægt að halda úti sundkennslu í lauginni. Ráðið vísar málinu til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna grunnúttekt á sundlauginni ásamt grófu kostnaðarmati og leggja fyrir ráðið að nýju.
2.Míla ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda á Raufarhöfn
202209034
Míla ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaravæðingar Raufarhöfn
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um framkvæmdaleyfi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna með tilliti til samlegðaráhrifa á gangstéttarviðgerðum.
3.Norðursíldarhús Höfðabraut, Raufarhöfn
202203021
Skipulags og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi um kauptilboð í Höfðabraut 14 á 119. fundi sínum 22, febrúar 2022:
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn um fasteignina og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman nauðsynleg gögn um fasteignina og leggja fyrir ráðið að nýju.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja eignina á sölu.
4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs
202208126
Efla, f.h. Landsnets, hefur lagt fram tillögu að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu. Skipulagslýsingin er sameiginleg fyrir breytingar á aðalskipulögum Norðurþings 2010-2030 og Þingeyjarsveitar 2010-2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga, eins og hún var lögð fyrir.
5.Umsókn um stækkun lóðar við Uppsalaveg 5
202208005
Lóðarhafar að Uppsalavegi 5 óska eftir að almenn bílastæði framan við lóðina verði felld undir lóðina í ljósi þess að nærliggjandi lóðarhafar hafa útbúið bílastæði á sínum lóðum. Fjallað var um erindið áður á fundi ráðsins 9. ágúst s.l. Þá var afgreiðslu frestað. Nú hefur umsækjandi lagt fram skriflegt samþykki nágranna að Uppsalavegi 3, 4, 6, 7 og 8 fyrir því að almennu bílastæðin framan við Uppsalaveg 5 verði færð undir lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðin að Uppsalavegi 5 verði stækkuð til samræmis við óskir lóðarhafa.
6.Ósk um leyfi fyrir aðgangsstýringarhliði við PCC á Bakka
202209020
PCC BakkiSilicon hf óskar eftir heimild til að setja upp aðgangsstýringarhlið skammt norðan lóðarmarka eins og nánar er sýnt á meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.
7.Gatnagerð að nýjum golfskála
201810006
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir kostnaðaráætlun á yfirborðsfrágangi á nýjum veg að golfskála
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í yfirborðsfrágang og að kostnaður fari af framkvæmdafé ársins 2022.
8.Ósk um úthlutun lóðar undir hótel og fimm skála við Golfvöllinn á Húsavík
202209033
Góð hótel ehf. óska eftir lóð B á deiliskipulagi V3 við golfvöllinn á Húsavík undir uppbyggingu hótels. Ætlunin er að reisa á lóðinni tveggja hæða hótel með allt að 60 herbergjum auk fimm gistiskála til samræmis við heimildir í deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Góðum hótelum ehf. verði úthlutað lóðinni.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-3.