Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

132. fundur 30. ágúst 2022 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
    Aðalmaður: Kristinn Jóhann Lund
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
    Aðalmaður: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir lið 7.

1.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í5

Málsnúmer 202206024Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða útgáfu tillögu að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 í Reitnum til samræmis við bókun ráðsins á fundi 23. ágúst s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu deiliskipulags Í5 verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á Hafnarstétt 17

Málsnúmer 202208082Vakta málsnúmer

S. ap arkitektar ehf, f.h. lóðarhafa, Verbúða ehf, óska byggingarleyfis fyrir breytingum á húsinu að Hafnarstétt 17. Breytingar fela í sér að 11 íbúðir verða innréttaðar í húsinu á báðu hæðum, en hluti neðri hæðar verður þó áfram þjónusturými. Tillögur fela í sér umtalsverða landmótun milli húss og Garðarsbrautar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að halda almennan kynningarfund um fyrirhugaða uppbyggingu áður en afstaða er tekin til erindisins.

3.Umsókn um lóð að Hraunholti 7-9

Málsnúmer 202208069Vakta málsnúmer

Daníel Jónmundsson og Hafdís Rún Höskuldsdóttir óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 7-9 til uppbyggingar einbýlishúss á tveimur hæðum. Lóðin er ætluð undir fjögurra íbúða fjölbýlishús skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna teikningu af breyttu fyrirkomulagi óbyggðra lóða á svæðinu sem feli í sér heimild til uppbyggingar einbýlishúss á lóðinni að Hraunholti 7.

4.Umsókn um lóðina Stóragarð 18 undir fjölbýlishús

Málsnúmer 202206089Vakta málsnúmer

Naustalækur ehf. óskar eftir heimild til að hefja jarðvegsframkvæmdir á lóð við Stóragarð 18.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar Naustalæk ehf. að hefja jarðvegsframkvæmdir við Stóragarð 18 á grundvelli fyrirliggjandi skipulagstillögu.

5.Ósk um samþykki fyrir afmörkun lóðarinnar Ártungu

Málsnúmer 202208116Vakta málsnúmer

Salbjörg Matthíasdóttir, f.h. eigenda Krossdals og Árdals í Kelduhverfi, óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir afmörkun lóðarinnar L154104 skv. meðfylgjandi hnitsettu lóðarblaði. Einnig er þess óskað að lóðin fái heitið Ártunga. Loks er þess óskað að sveitarfélagið samþykki að lóðinni verði skipt út úr jörðunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt, henni verði skipt út úr jörðunum og að hún fái heitið Ártunga.
Fylgiskjöl:

6.Umsókn um lóð að Höfða 8a

Málsnúmer 202208117Vakta málsnúmer

Víkurraf ehf. óskar eftir lóðinni að Höfða 8a til uppbyggingar atvinnuhúsnæðis.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Víkurraf ehf. verði úthlutað lóðinni að Höfða 8a, samkvæmt teikningum sem lagðar voru fram á 130. fundi ráðsins 9. ágúst sl.

7.Lóðir á suðurfyllingu Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 202208101Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 26. apríl 2016 úthlutaði sveitarstjórn fimm lóðum á suðurfyllingu Húsavíkurhafnar. Aðeins ein lóðanna hefur verið byggð upp en hinar fjórar urðu ekki endanlega byggingarhæfar fyrr en s.l. vetur. Lóðarhöfum hefur ekki verið tilkynnt formlega um stöðu þeirra. Tvær óbyggðu lóðanna eru á forsjá skipulags- og framkvæmdaráðs, en hinar tvær tilheyra hafnarsvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna lóðarhöfum stöðu lóðanna tveggja sem eru á forræði ráðsins og gefa þeim hefðbundinn frest til að leggja fram teikningar af byggingum á lóðirnar og hefja framkvæmdir.

8.Varðar málefni Kvíabekkjar

Málsnúmer 202208097Vakta málsnúmer

Umræður um málefni Kvíabekkjar. Fyrir Skipulags- framkvæmdaráði liggur erindi frá Gafli, félags um þingeyskan byggingararf.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023. Ráðið hyggst fara í skoðunarferð í Kvíabekk á næsta fundi ráðsins.

9.Velferð og umferðaröryggi barna

Málsnúmer 202206011Vakta málsnúmer

Til kynningar er kostnaðaráætlun fyrir breytingar á Baughól.
Ísak Már Aðalsteinsson leggur fyrir eftirfarandi breytingartillögu: Fyrir hönd S-listans leggur undirritaður fram tillögu um að götunni verði ekki breytt í einstefnu líkt og upphaflega tillaga segir til um. Í staðinn fyrir einstefnu er lagt til að gatan verði opin í báðar áttir, en við gatnamót Baughóls og Fossvalla verði komið fyrir upphækkaðri einbreiðri gönguþverun. Á þann hátt er hægt að tryggja að ekki myndist hætta vegna umferðarhraða á gatnamótum. Með nýrri tillögu er umferðaþungi á gatnamótum Fossvalla og Garðarsbrautar einnig minnkaður. Kostnaður við nýju tillöguna verði bæði minni og áhrifaríkari en sú leið sem upphaflega er lagt upp með að fara.

Aldey samþykkir breytingatillöguna. Soffía, Áki, Eysteinn og Kristján Friðrik eru á móti breytingatillögunni.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir að farið verði í breytingar á götunni samkvæmt meðfylgjandi teikningu T1 og að kostnaður við framkvæmdina fara af framkvæmdafé ársins 2022.

Ísak óskar bókað: Fyrir hönd S-listans leggst undirritaður gegn breytingu neðsta hluta Baughóls í þá einstefnugötu sem verið er að samþykkja. Við teljum niðurstöðuna ekki leysa þann vanda sem óskað var eftir að leysa og einungis til þess fallið að auka umferðarþunga á gatnamótum Fossvalla og Garðarsbrautar, við Búrfell. Að mati S-listans hefði verið nær að þrengja gatnamót Baughóls og Fossvalla með öruggri gönguþverun fyrir vegfarendur og með akstursstefnu í báðar áttir.
Aldey tekur undir bókun Ísaks.
Fylgiskjöl:

10.Losunarstaður fyrir mold úr Reit

Málsnúmer 202208099Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er til kynningar tillaga að losunarstöðum fyrir uppúrtektarefni úr reitnum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að uppúrtektarefni sem fellur til úr Reitnum verði komið fyrir á þeim stöðum sem lagt er til.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:40.