Fara í efni

Umsókn um lóð að Hraunholti 7-9

Málsnúmer 202208069

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 132. fundur - 30.08.2022

Daníel Jónmundsson og Hafdís Rún Höskuldsdóttir óska eftir byggingarlóðinni að Hraunholti 7-9 til uppbyggingar einbýlishúss á tveimur hæðum. Lóðin er ætluð undir fjögurra íbúða fjölbýlishús skv. gildandi deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta vinna teikningu af breyttu fyrirkomulagi óbyggðra lóða á svæðinu sem feli í sér heimild til uppbyggingar einbýlishúss á lóðinni að Hraunholti 7.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023

Daníel Jónmundsson og Hafdís Rún Höskuldsdóttir óska eftir að fá úthlutað byggingarlóðinni að Hraunholti 7 þar sem þau vilja byggja upp einbýlishús á tveimur hæðum. Erindi var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs á síðasta ári og þá tekið jákvætt í það frávik á deiliskipulagi sem óskin innifelur. Skipulagsfulltrúi hefur látið vinna tillögu að breyttri lóð sem fellur að hugmyndum umsækjenda.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Daníel og Hafdísi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 7, eins og hún er teiknuð á fyrirliggjandi lóðaruppdrætti.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 171. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Daníel og Hafdísi verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 7, eins og hún er teiknuð á fyrirliggjandi lóðaruppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.