Fara í efni

Flutningur á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra sf. til HSN

Málsnúmer 202211141

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar stjórnarfundur DA sf. frá 24. nóvember sl. þar sem var fjallað um drög að samkomulag milli heilbrigðisráðuneytis og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu um flutning á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Til máls tóku: Helena og Aldey.

Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulag milli heilbrigðisráðuneytis og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu um flutning á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Á fundinn mætir Bergur Elías Ágústsson formaður stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf.
Byggðarráð þakkar Bergi Elíasi stjórnarformanni DA sf. fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á stöðu málsins.