Fara í efni

Beiðni um umsögn vegna jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1

Málsnúmer 202208013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings vegna lagningar jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu 1. Fyrir liggur greinargerð Landsnets með fyrirspurn um matsskyldu framkvæmdarinnar dags. 2. ágúst 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd skv. greinargerð Landsnets. Ráðið telur að góð grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í greinargerðinni. Ráðið fagnar því að strengur verði lagður í jörðu meðfram gamla Þeistareykjavegi, enda mun það auka öryggi línunnar. Ráðið tekur undir sjónarmið sem fram koma í greinargerðinni um að vel hafi tekist til við að þekja röskunarsvæði fyrri framkvæmda á Þeistareykjum með staðargróðri og væntir þess að hliðstæður árangur náist í fyrirhugaðri framkvæmd. Því ættu umhverfisáhrif til lengri tíma að vera lítil. Vinna þarf breytingar á aðalskipulagi Norðurþings vegna framkvæmdarinnar og lýsir ráðið sig reiðubúið til samvinnu þar að lútandi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 134. fundur - 27.09.2022

Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd Landsnets við lagningu jarðstrengs frá Þeistareykjum að Kópaskerslínu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Stofnunin kynnti þessa niðurstöðu sína með bréfi dags. 21. september s.l.
Niðurstaða Skipulagsstofnunnar var lögð fram til kynningar.