Fara í efni

Vegagerðin óskar eftir leyfi fyrir myndavélum og veðurstöð við Dettifossveg

Málsnúmer 202208007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Vegagerðin óskar samþykkis Norðurþings fyrir uppsetningu tveggja myndavéla og veðurstöðvar við Dettifossveg. Myndavélar yrðu settar á 6-12 m há möstur og í um 20-30 m fjarlægð frá vegi. Meðfylgjandi erindi eru loftmyndir þar sem merktar hafa verið staðsetningar mannvirkja.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst fyrir sitt leiti á uppsetningu myndavéla og veðurstöðvar til samræmis við erindi. Ráðið minnir engu að síður á að umsækjandi þarf að afla samþykkis þjóðgarðsyfirvalda áður en búnaður er settur upp.

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings skorar á Vegagerðina að tryggja fulla vetrarþjónustu á Dettifossvegi 862.
Full vetrarþjónusta á Dettifossvegi myndi styðja við stefnu stjórnvalda um að jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu og einnig er aukin vetrarþjónusta afar mikilvæg fyrir þá miklu atvinnu uppbyggingu sem á sér stað í Kelduhverfi og Öxarfirði, tengir saman svæði og nýtir fjárfestingu sem ríkið hefur þegar byggt upp.