Fara í efni

Fjölskylduráð

150. fundur 25. apríl 2023 kl. 08:30 - 11:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Nele Marie Beitelstein
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir lið 2.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 2 og 7.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 1 og 3-7.
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, og Nele Marie, fjölmenningarfulltrúi, sátu fundinn undir liðum 7 og 8.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir vék af fundi kl. 11:22.

1.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Félag eldriborgara á Húsavík og nágrenni kemur og kynnir ársreikning og árskýrslu starfsársins 2022
Fjölskylduráð þakkar forsvarsmönnum Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni fyrir komuna á fundinn.

Ársreikningur og ársskýrsla lögð fram til kynningar.

2.Borgarhólsskóli - Skóladagatal 2022-2023

Málsnúmer 202204122Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar ósk um breytingu á starfsdagatali Frístundar vegna sumarstarfsemi Frístundar í Borgarhólsskóla.
Óskað er eftir því að lokað verði í Frístund 2. júní til að undirbúa sumarstarf Frístundar í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð samþykkir breytingu á starfsdagatali frístundar sem felur í sér lokun frístundar föstudaginn 2. júní vegna flutnings á aðstöðu frístundar í húsnæði Borgarhólsskóla þar sem sumarfrístund mun hafa aðsetur á komandi sumri. Sumarfrístund hefst mánudaginn 5. júní samkvæmt auglýstri dagskrá.

3.Ferðaþjónusta aldraðra

Málsnúmer 202304029Vakta málsnúmer

Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða og fólk með sértækar stuðningsþarfir hafa verið í einu lagi hjá sveitarfélaginu. Lagt er til að aðskilja þessar reglur um akstursþjónustu og liggur því fyrir fjölskylduráði tillaga að reglum um akstursþjónustu fyrir aldraða.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.

4.Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 202211078Vakta málsnúmer

Reglur um akstursþjónustu fyrir aldraða og fólk með sértækar stuðningsþarfir hafa verið í einu lagi hjá sveitarfélaginu. Lagt er til að aðskilja þessar reglur um akstursþjónustu og liggur því fyrir fjölskylduráði tillaga að reglum um akstursþjónustu fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.

5.Viðauki við samning sveitarfélaganna um sértæka almenna félagsþjónustu vegna farsældar

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir samningur til kynningar um kostnaðarþátttöku sveitarfélaganna sem sameinast um félagsþjónustu. Samningurinn varðar þjónustu vegna farsældarlaganna þ.e þjónustu við börn.
Lagt fram til kynningar.

6.Félagsþjónusta stöðugildi innan stjórnsýslu

Málsnúmer 202304037Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði eru til kynningar upplýsingar um stöðugildi innan félagsþjónustunnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Fram fer síðari umræða um erindisbréf fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir erindisbréf ráðsins með áorðnum breytingum og vísar erindisbréfinu til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Listamaður Norðurþings 2023

Málsnúmer 202304052Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja reglur um listamann Norðurþings.
Fjölskylduráð gerir engar breytingar á núgildandi reglum og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir umsóknum um listamann Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 11:40.